Dýrheimar - samfélag hunda og katta og eigenda þeirra
Karfa 0

Af hverju hentar Miniature Schnauzer fóðrið fyrir Miniature Schnauzer?

Fræðsla Fræðslusetur Næring Næringargildi

Af hverju hentar Miniature Schnauzer fóðrið fyrir Miniature Schnauzer?

Kristallar geta safnast upp í þvagrásarkerfi Schnauzer

Þetta er það líkamsástand sem getur verið hvað algengast í þessari tegund. Talið er að líkurnar á því að Schnauzer þrói með sér kristalla sem svo verða að steinum (þvagsteinum) sé um 7,7 falt það sem gerist hjá til dæmis Labrador. En auðvitað mynda ekki allir Schnauzer kristalla né heldur steina í þvagrásum.

Nokkrar ástæður geta legið að baki þeirri staðreynd að Miniature Schnauzer er mun hættara við að mynda steina í þvagrásum:

  • Þeir kasta þvagi sjaldnar en margar aðrar tegundir
  • Þeir kasta frá sér minna af þvagi heilt yfir
  • Þeir eru með þvag sem hefur hærra Ph-gildi (basískara) en til dæmis Labrador

Of mikið kalk er áhættuþáttur Miniature Schnauzer sem er í aukinni hættu á því að mynda þvagsteina ætti að fá fóður sem minnkar líkurnar á því að steinarnir myndist. Þessir steinar eru lang oftast úr kalsíumoxalati, iðulega nefndir kalsíumsteinar og er annar þátturinn í myndun þeirra kalk/kalsíum. Það er einmitt þess vegna sem Miniature Schnauzer fóðrið frá Royal Canin inniheldur einungis 0,6% kalk (1,5gr/1000kcal).

Annar áhættuþáttur vegna steina í þvagrásum Miniature Schnauzer er þvagfærasýking sem veldur því að þvagið verður basískara (hærra Ph-gildi, semsagt minna súrt þvag).

Þvagfærasýking er oft afleiðing þess að fjölgun á sér stað í bakteríum í þvaginu sem nýta sér ákveðin efni sem þar finnast. Þessar bakteríur mynda ammóníak sem er mjög basískt og gerir það að verkum að sýrustig þvags hækkar. Við þær aðstæður er líklegra að svokallaðir strúvítkristallar (magnesíum-ammóníakfosfat) myndist sem geta svo leitt til steinamyndunnar í þvagrásum.

Í Royal Canin Miniature Schnauzer fóðrinu eru prótein sem eru auðmeltanleg (e. Low Ingestible Proteins; LIP) sem gerir það að verkum að einstaklingurinn skilar frá sér minna af ammoníaki og köfnunarefni/nitur (e. Nitrogen) í þvagi sem minnkar líkurnar á basísku þvagi og þar með á því að ofangreindir strúvítkristallar myndist.

Vatnsdrykkja Miniature Schnauzer er lykilþáttur í heilsu þeirra

Lykilþáttur í því að minnka líkurnar á steinum í þvagrásum Miniature Schnauzer er að þeir drekki nægilega mikið af vatni, þynni þannig út þvagið, sem gerir það að verkum að ólíklegra er að þvagið verður of basískt. Ein leið er að halda vatni að þeim til dæmis með því að fá þá til að drekka fyrir hverja máltíð óháð vatnsdrykkju þess á milli. Önnur leið er að auka saltmagn í fóðrinu sem gerir það að verkum að þeir hafa meiri þörf yfir daginn til þess að drekka vatn. Í Royal Canin Miniature Schnauzer fóðrinu er salt (natríum klóríð; NaCl) sem styður við aukna vatnsdrykkju. Magnið er 1% natríum (0,24gr./100kcal) sem er nóg til að minnka líkurnar á myndun kalsíumoxalats/kalsíumsteina en á sama tíma ekki nægilega mikið til þess að hafa neikvæð áhrif á blóðþrýsting.

Hér að ofan hafa verið taldar upp nokkrar ástæður af hverju Miniature Schnauzer fóðrið frá Royal Canin hentar afskaplega vel fyrir Miniature Schnauzer tegundina.

Meira um þetta einstaka fóður síðar.

Ábyrgðaraðili greinar
Steinar B. Aðalbjörnsson,
næringarfræðingur 


Eldri færslur

Net Orders Checkout

Item Price Qty Total
Subtotal 0 kr
Shipping
Total

Shipping Address

Shipping Methods