Dýrheimar - samfélag hunda og katta og eigenda þeirra
Karfa 0

Fræðslumolar | „Afgangar“ í gæludýrafóðri?

Afgangar Hliðarafurðir Innihald Innihaldslýsing Innihaldslýsingar Mjöl Næring Næringargildi

„Afgangar“ í gæludýrafóðri?

Gæludýraeigendur heyra oftar og oftar að „afgangar“ (hliðarafurðir, e. by-products) frá framleiðslu fóðurs eða matar séu notaðir til þess að framleiða gæludýrafóður. Eðlilega hrökkva eigendur gæludýra upp við slíkar fréttir enda fæstir sem sætta sig við að dýrin sín fái eitthvað sem kannski er ekki nógu gott. Þarna gætir þó ákveðins misskilnings enda eru þessir „afgangar“ alls engir afgangar. Réttara væri að tala um hliðarafurðir fóður- og matvælaframleiðslu. Og vel að merkja, þessar hliðarafurðir eru notaðar í stórauknu magni í matvælaframleiðslu í verðmætar afurðir með mikla lífvirkni (prótein, kolvetni, fita, vítamín og steinefni eru dæmi um efni með lífvirkni).

Með því að vinna verðmæt efni og afurðir úr því sem til fellur, þ.e.a.s. úr hliðarafurðum fóðurframleiðslu, nú eða matvælaframleiðslu, er ekki bara verið að auka verðmæti allrar framleiðslu heldur er einnig verið að sýna jörðinni og umhverfinu meiri virðingu. Við jarðarbúar erum komin það nálægt þolmörkum matvæla- og fóðurframleiðslu í margvíslegum skilningi að WHO (Alþjóða Heilbrigðismálastofnunin) hefur gefið út að við munum lenda í töluverðum erfiðleikum með að fullnægja eftirspurn fyrir mat árið 2050 ef ekkert breytist í neysluvenjum okkar.

Mikilvægt er að fullnýta þær takmörkuðu auðlindir sem við höfum aðgang að í stað þess að henda því sem til fellur við matvæla- og fóðurframleiðslu. Heilnæmt og öruggt gæludýrafóður sem kemur úr framleiðslu þar sem sjálfbærni, virðing fyrir náttúrunni og síðast en ekki síst virðing fyrir gæludýrunum, er haft að leiðarljósi hlýtur að vera skref í rétta átt.

Ábyrgðaraðili greinar:
Steinar B. Aðalbjörnsson,
næringarfræðingur hjá Dýrheimum

Eldri færslur Nýrri færslur

Net Orders Checkout

Item Price Qty Total
Subtotal 0 kr
Shipping
Total

Shipping Address

Shipping Methods