Dýrheimar - samfélag hunda og katta og eigenda þeirra
Karfa 0

Fræðslumolar | Eru áramótin erfið fyrir hundinn þinn?

Fræðsla Fræðslusetur Næring Næringargildi

Getur þetta fóður aðstoðað hundinn þinn um áramótin?

Calm Dog | Fóður fyrir hunda sem hættir til að stressast

Tilfinningalegt jafnvægi

Inniheldur sambland af mjólkurpróteininu Alpha-S1 kasín trypsik hýdrolýsat sem getur lækkað blóðþrýsting og minnkað magn kortisóls (niðurbrjótandi hormón) í líkamanum ásamt hæfilegu magni af L-tryptófan (amínósýra) en rétt magn L-tryptófan hefur jákvæð áhrif á magn seratónín (vellíðunarhormón) og melatónín (hormón sem stuðlar að réttum svefn-vöku hring) og getur fóðrið því skipt miklu máli fyrir hundinn undir kringumstæðum sem reyna á tilfinningalegt jafnvægi hans.

Húðvörn

Styrkir varnir húðarinnar með hæfilegu magni B-vítamína og amínósýra.

Melting

Styður við jafnvægi í bakteríuflóru meltingarvegar og meltingarkerfis með góðgerlafæðu (FOS) og auðmeltanlegum próteinum (L.I.P.; Low ingestable protein).

Tannheilsa

Fóðrið inniheldur virkt natríumfosfat sem hjálpar til við að draga úr myndun tannsteins þegar fóðrið er tuggið. Þessi kalkbindandi efni takmarka styrk kalks í munnvatni sem seinkar myndun tannsteins.

Næringargildi

Prótein: 25% - Fita: 16% - Trefjar: 1,6% - Alpha-S1 kasín trypsik hýrolýsat: 1,24 g/kg.

Best er að gefa nýja fóðrið í 1-3 vikur áður en áramótin ganga í garð og fram yfir þrettándann.

Best er að taka nokkra daga til þess að koma hundinum á nýja fóðrið, sjá tillögu.

Calm Dog fæst eingöngu hjá dýralæknum - sjá dýralækna sem selja Royal Canin fóður hér: sölustaðir


Eldri færslur Nýrri færslur

Net Orders Checkout

Item Price Qty Total
Subtotal 0 kr
Shipping
Total

Shipping Address

Shipping Methods