Dýrheimar - samfélag hunda og katta og eigenda þeirra
Karfa 0

Fræðslumolar | Fóðrun hunda og DCM

DCM Fóður Hundar Innihald Næring Næringargildi

Fóðrun hunda og Dilated Cardiomyopathy (DCM)

Fræðslumolar Steinars | Dýrheimar/Royal Canin á Íslandi

Bandaríska matvæla- og lyfjastofnunin (FDA) hefur í töluverðan tíma skoðað mögulega tengingu á milli DCM (stækkaður hjartavöði sem gerir vöðvanum erfiðara að dæla nægu blóði til líkamans) og fóðrunar hunda. Erfitt er að segja á þessari stundu hvers vegna þetta líkamsástand skapast hjá hundum, þá erum við helst að tala um þegar þetta gerist hjá hundategundum sem eru ekki með undirliggjandi hjartasjúkdóm, en FDA hefur skráð niður fjölda tilfella og á hvaða fóðri þessir hundar voru. Sjá hér: FDA Investigation into DCM

Upphaflega var talið að þetta tengdist því að það vantaði amínósýruna tárín (e. Taurine) í fóðrið þar sem flest tilfellin voru skráð en horfið hefur verið frá þeirri skoðun, a.m.k. heilt yfir. Nú er aftur á móti talið að framandi og óþekkt innihaldsefni gætu með óþekktum eða ókönnuðum hætti skaðað eða hindrað eðlileg efnaskipti amínósýrunnar.

Þegar átt er við framandi innihaldsefni (e. Exotic Ingredients) þá eru dæmin allmörg en margir framleiðendur telja að hægt sé að markaðssetja þessháttar fóður með markvissum hætti. Í þeirri markaðssetningu er ansi algengt að rökstuðningurinn sem fylgir með sé sá að þessi innihaldsefni valdi síður fóðurofnæmi hjá hundunum, en slíkt er auðvitað algerlega ósannað.

Sömuleiðis er ekki loku fyrir það skotið, að mati þeirra sem skoðað hafa ofangreinda tengingu, að sum þessara framandi innihaldsefna geti mögulega sjálf haft bein eitrunaráhrif á efnaskipti hunda þegar til lengri tíma er litið.

Innihaldsefnin sem um ræðir eru til dæmis vísundakjöt, kengúrukjöt, krókódílakjöt, strútskjöt, grænar baunir, linsubaunir og ýmsar aðrar baunir sem eru hundum framandi, engifer og aðrar jurtir og plöntur.

Umræða um DCM í hundum er búin að vera lengi í gangi – nokkrar grúppur hafa verið stofnaðar á Facebook um þessi mál. Þá stærstu má finna hér: Diet-Associated Dilated Cardiomyopathy (DCM) in Dogs

Þarna er bæði um að ræða upplýsingar um vísindarannsóknir sem gerðar hafa verið á DCM í hundum og umræðu sem á sér stað um fylgni milli heilsu, sjúkdómsástands, veikinda eða dauða hunda og fóðrunar þeirra. Dýrheimar eru ekki með skoðun á innihaldi síðunnar og bera ekki ábyrgð á efni hennar.

Ábyrgðarmaður greinar: Steinar B. Aðalbjörnsson, matvæla- og næringarfræðingur hjá Dýrheimum og Royal Canin á Íslandi, steinar@dyrheimar.is. Upplýsingar um tilvitnanir í rannsóknir fást gegn beiðni.

Dachshund hvolpar - Dachshund Puppies Dogs - Royal Canin

Eldri færslur Nýrri færslur

Net Orders Checkout

Item Price Qty Total
Subtotal 0 kr
Shipping
Total

Shipping Address

Shipping Methods