Dýrheimar - samfélag hunda og katta og eigenda þeirra
Karfa 0

Fræðslumolar | Lífsins upphaf | Start of Life

Fræðsla Got Hvolpar Lengi býr að fyrstu gerð Start-of-Life

Hvers vegna er Royal Canin með Start-of-Life pakkann?

Við vitum að það skiptir fátt meira máli en að tryggja heilsu nýfæddra hvolpa. Nýfæddir hvolpar eru bjargarlausir og treysta fullkomlega á móður sína og eigendur til þess að komast á legg. Margt getur farið úrskeiðis á meðgöngunni, í fæðingu og fyrstu vikurnar þar á eftir. Blessunarlega gengur flestum tíkum vel á meðgöngunni, við að gjóta og langflestir hvolpar braggast vel.

Mikilvægt er að hafa nokkur atriði í huga þegar kemur að ákvörðun varðandi pörun og um framhaldið ef pörun tekst.

Um leið og pörun á sér stað hefst þróun lífs og myndun hinna ýmsu líkamsparta og líffæra hefst, þó það gerist hlutfallslega hægt í upphafi. Margir vilja þó meina að fyrstu dagarnir og vikurnar á meðgöngu tíkur hafi langmest að segja um það hvort nýfæddir hvolpar eigi meiri lífslíkur en minni. Nokkur atriði skipta þar miklu máli:

 1. Samsetning hryggjar hefst mjög snemma á meðgöngunni. Klofinn hryggur og/eða holgóma er ekki óþekkt vandamál þegar kemur að ræktun hunda og katta og er vítamínið fólasín/fólínsýra lykilatriði í því að minnka líkur á að samsetning hryggjar verði ófullkomin. Ef við færum þessar upplýsingar yfir á manninn þá gefur Landlæknir einmitt út ráðleggingar þess efnis að konur á barneignaaldri gæti þess að fá tilhlýðilegt magn fólasíns úr mataræðinu eða með öðrum hætti (fjölvítamín og steinefnatöflu). Fólasínið gegnir einmitt sama hlutverki hjá mannfólki, hundum, köttum og fleiri spendýrum.
 1. Kalkskortur móður birtist oft ekki fyrr en hún er búin að gjóta og jafnvel búin að gefa mjólk einhverja daga eða vikur. Kalkskortur getur verið lífshættulegt ástand og getur, ef ekkert er að gert, dregið tíkina til dauða. Margar ástæður geta legið að baki kalkskorti.

  Ein ástæða fyrir kalkskorti hjá tíkum hefur verið rakin til þess að tíkin hafi ekki fengið rétt magn af kalki, og öðrum steinefnum sem tengjast kalkbúskap, á meðan á meðgöngunni stóð, þá sérstaklega á fyrstu tveimur þriðjungum meðgöngunnar þegar m.a. beinagrindarvöðvar fóstranna eru að myndast en töluvert af kalki þarf til að setja saman beinagrindarvöðvana.

  Ef vart verður við kalkskort á meðgöngunni er almennt ekki ráðlagt að bregðast við með ofsaskömmtum til að leiðrétta skortinn því of mikið af kalki getur leitt til þess að líkami tíkar bregðist við með mjög neikvæðum hætti og getur í raun valdið kalkskorti, þó eilítið síðar verði. Því má ljóst vera að hárrétt blanda vítamína og steinefna í tilhlýðilegu magni í hágæða fóðurgjöf er rétta leiðin þegar kemur að fóðrun tíka frá pörun þeirra og fram yfir mjólkurgjöf.
 1. Heili og miðtaugakerfið þroskast hratt á öðrum þriðjungi meðgöngunnar. Mikill fjöldi rannsókna hefur verið gerður á áhrifum ómega-3 fitusýra á þroska heila og miðtaugakerfis í mönnum og er ljóst að þessar langkeðja, fjölómettuðu fitusýrur (einkum DHA, DocosaHexaenoic Acid) skipta miklu máli þegar kemur að samsetningu frumna fyrir hin ýmsu líffæri líkamans. Færri rannsóknir hafa verið gerðar á hundum og köttum en allar niðurstöður benda þó til sömu niðurstöðu og rannsóknir sem gerðar hafa verið á mönnum; ómega-3 fitusýrur, þá sérstaklega DHA, leika lykilhlutverk í eðlilegum þroska fóstra hjá hundum og ef þessar fitusýrur eru til staðar á meðan meðgöngu stendur er ekki ólíklegt að hvolparnir verði gáfaðri en þeir hvolpar þar sem mamman fær ekki þessar fitusýrur á meðgöngu.
Dachshund hvolpar - Dachshund Puppies Dogs - Royal Canin

Fóðrun hvolpafulltra tíka; hluti af Start-of-Life pakkanum er vara sem heitir HT42d

 • HT = Heat
 • 42d = 42 dagar inn í meðgöngu

HT42D er hannað fyrir tíkur sem stefnt er að para; frá 1. degi lóðarís fram á 42. dag meðgöngu. Fóðrið inniheldur mikilvæg næringarefni til þess að styðja við þróun og þroska fóstra. Orkuþörf, ónæmiskerfi, fitusýruþörf (sérstaklega ómega-3 fitursýrum) og önnur næringarefni eins og m.a. týrosín, beta-karotín, A- og C-vítamín, lútein, fólinsýra og ómega-3 langkeðja fitusýrurnar EPA/DHA eru nauðsynleg í réttum hlutföllum á þessum mikilvæga tíma en allir þessir þættir, og fleiri til, skipta miklu máli í heilsu tíkarinnar og ófæddu hvolpanna.

Heilbrigður þroski heila

Ómega-3 fitursýrurnar, þá sérstaklega DHA, stuðla að heilbrigðum þroska heila á meðgöngu, þá sérstaklega á fyrstu stigum (fyrstu 2/3 hlutar meðgöngunnar). Sömuleiðis er B-vítamínið fólasín í réttum hlutföllum en klofinn hryggur og holgóma hafa verið tengd við skort á fólasíni á meðgöngu.

Sérstakir samverkandi andoxarar stuðla að sterku og heilbrigðu ónæmiskerfi og gefa þannig móður og afkvæmum tækifæri til að mynda mótefni og takast þannig betur á við ýmsar örverur sem á geta herjað.

Ákjósanleg orka

Frá fyrsta degi lóðarís og fram á 42. dag meðgöngu er dagleg orkuþörf tíkarinnar svipuð og áður en meðganga hófst (eingöngu um 10% aukning í orkuþörf fyrstu 2/3 hluta meðgöngu). Mikilvægt er að fylgjast með skammtastærðum til að koma í veg fyrir meiri þyngdaraukningu en eðlilegt er á meðgöngu, en slíkt getur leitt til erfiðari fæðingar. HT42D hentar því ekki bara næringarfræðilega séð heldur mjög vel út frá orkuþörf.

Heilbrigð melting

Varnarkerfi þarma veikist meðan á meðan meðgöngu stendur. HT42D inniheldur sérstaklega auðmeltanleg prótein, trefjar, ómega-3 fitusýrurnar EPA/DHA og góðgerlafæðu til þess að stuðla að heilbrigðari meltingu á meðgöngu.

Notkun

Frá fyrsta degi lóðarís fram á 42. dag meðgöngu. Eftir það er ráðlagt að skipta yfir á Starter, ef áætlaður hvolpafjöldi er 3 eða fleiri.  Ef einungis 1-2 hvolpar eru væntanlegir getur Starterinn þó hreinlega verið of orkuríkur og orðið til þess að hvolpurinn / hvolparnir tveir verði alltof stórir fyrir hnökralausa fæðingu. Því er, undir þeim kringumstæðum, mælt með að færa tíkina yfir á Puppy sem er orkuminna fóður en Starter en svo aftur yfir á Starter þegar hvolpar eru fæddir enda mikilvægt að tíkin fái næga orku til að gefa á meðan á krefjandi spenagjöf stendur. 

Næringargildi

Prótein: 26% - Fita: 18% - Trefjar: 8.5% - EPA/DHA: 4 g/kg. - Fólasín: 29mg/kg.

Hvolparnir fæddir

Tölfræðin segir okkur að flestar meðgöngur og fæðingar gangi vel hjá hundum. Hvolpar fæðast og við tekur enn skemmtilegra og krefjandi ferðalag fyrir þá, móður þeirra og ræktandann. Þetta tímabil einkennist ekki síður en meðgangan af hröðum breytingum og þroska hjá þessum fallegu litlu einstaklingum.

Þarmaheilsa hefur fengið réttmæta athygli hjá mannfólki sl. ár og áratugi

Það vilja margir halda því fram að ef meltingarvegurinn er í ólagi þá sé heilsu okkar ábótavant á margan hátt. Niðurstöður rannsókna benda líka til þess að mikilvægt sé að sinna heilsu meltingarvegar, rétt eins og augnheilsu, tannheilsu og táheilsu svo fátt eitt sé nefnt!


Í þörmunum má finna örverur sem aðstoða við að halda meltingunni í lagi. Þetta eru til dæmis bakteríur, fornbakteríur og sveppir, sem allt eru lífverur sem eiga heima í meltingarvegi okkar! Ákveðið jafnvægi er á milli örvera í þörmum þannig að allt virki vel. Ef jafnvægið raskast á milli þessara örvera þá er okkur hætta búin. Það er einmitt það sem mögulega getur gerst þegar við erum nýfædd og meltingarvegur okkar ekki orðinn full þroskaður. Það sama á við um hunda.

Svartir Labrador hvolpar - Labrador Puppies Dogs - Royal Canin

Hvolpar eru með viðkvæman meltingarveg þegar þeir fæðast

Í upphafi og oftast í 2-4 vikur frá fæðingu, fá þeir að drekka hjá mömmu sinni en mjólkin inniheldur mikilvæg efni sem styrkja örveruflóru hvolpsins og gera hann betur í stakk búinn til að takast á við hinar ýmsu aðstæður. En hvað gerist þegar mjólk mömmunnar nýtur ekki lengur við? Þá er mikilvægt að velja hágæða fóður sem stuðlar að heilbrigðum meltingarvegi og brúar bilið þangað til örveruflóra hvolpanna er orðin öflug og full þróuð! 


Hluti af Starf-of-Life pakkanum hjá Royal Canin snýr einmitt að þessum þætti - að búa hvolpa sem best undir lífið með því að tryggja gott upphaf og að styrkja ónæmiskerfi hvolpanna!

Styrking ónæmiskerfis og varnarviðbragða líkamans - heilbrigði meltingarvegar kemur fyrst!

Hvolpar eru með viðkvæmari meltingarveg en eldri hundar. Viðkvæmnin stendur lengi yfir þó styrking eigi sér stað eftir því sem hvolpar eldast. Flestir eigendur eiga það til að skipta um fóður og færa yfir á fullorðinsfóður of snemma því í útliti er hvolpurinn jafnvel orðinn fullvaxinn en þrátt fyrir það geta enn verið ákveðnir veikleikar í meltingarvegi. Mikilvægt er því að fara eftir ráðleggingum sérfræðinga þegar kemur að fóðurskiptum. Eftirfarandi ráðleggingar koma frá Royal Canin varðandi skipti frá hvolpafóðri yfir í fullorðinsfóður:

 • Xsmall (1-5 kg fullvaxinn): 6-8 mánaða
 • Mini (<10 kg fullvaxinn): 8-10 mánaða
 • Medium (11-25 kg fullvaxinn): 10-12 mánaða
 • Maxi (26-44 kg fullvaxinn): 12-15 mánaða
 • Giant (>44 kg fullvaxinn): 18-24 mánaða

Í öllu hvolpafóðri Royal Canin

Allt hvolpafóður Royal Canin inniheldur auðmeltanleg, formelt prótein (LIP) sem eru ólíklegri til að valda neikvæðum viðbrögðum í meltingarvegi. Sömuleiðis inniheldur hvolpafóður Royal Canin góðgerlafæði, bæði FOS og MOS, en FOS styrkir jákvæðar örverur í meltingarvegi og MOS dregur úr krafti neikvæðra örvera í meltingarvegi; hvorttveggja styrkir því varnir meltingarvegarins til mikilla muna. Ennfremur hefur verið lögð áhersla á andoxara sem hlutleysa sindurefni (oxara) og minnka þar með skemmdaráhrif sindurefnanna á líkamann.

Margir hvolpar – allt hefur gengið að óskum

Stundum eru margir hvolpar í goti og lang oftast gengur að óskum en mögulega þarf samt einhverja viðbót við mömmumjólkina í ákveðnum tilfellum. Þá getur verið gott að grípa til hvolpamjólkur. Þetta hentar einkum vel ef engin vandamál hafa komið upp og hvolparnir eru orðnir a.m.k. 4-7 daga gamlir. Sömuleiðis eru margir ræktendur sem nota hvolpamjólkina til þess að bleyta upp Starterinn í staðinn fyrir vatn þegar kemur að því að kynna þurrfóður til leiks. 

Puppy Milk / Hvolpamjólk - þurrmjólk fyrir móður og hvolpa frá fæðingu | Uppvöxtur

Þurrmjólk sem stuðlar að stöðugum uppvexti - næringargildi þurrmjólkurinnar er eins líkt móðurmjólk hvolpa eins og hægt er. Mjólkin er orku- og próteinrík og tekur þannig mið af mikilli heildar orkuþörf á þessum viðkvæma tíma.

Auðmeltanleg

Þurrmjólkin er sérstaklega auðmeltanleg með formeltum próteinum (LIP) sem gera það að verkum að líkurnar á hverskonar ofnæmi eru minni en annars væri. Sömuleiðis er laktósamagn svipað og í móðurmjólkinni sem hentar ungum hvolpum einstaklega vel. Mjólkin hentar einnig sérstaklega meltingarvegi hvolpa þar sem hún inniheldur ekki sterkju (ungir hvolpar framleiða ekki nægilegt magn amýlasa til þess að melta/brjóta niður sterkju). Viðbætt góðgerlafæða (FOS) styður við heilbrigða meltingarflóru.

Næringargildi

Prótein: 33% - Fita: 39%.

En hvað ef got gengur ekki vel og vandamál koma upp í kjölfarið?

Royal Canin býður upp á broddmjólk fyrir nýbura/nýfædda hvolpa sem einhverja hluta vegna eru ekki að drekka af spena.


Puppy ProTech er nýburamjólk sem hentar einstaklega vel sem næring fyrir nýbura/nýfædda hvolpa. Samsetning er einstök þar sem er að finna öll þau næringarefni sem eru mikilvæg strax eftir fæðingu. Oft er talað um að broddmjólkin sé forsenda góðra lífslíka hjá nýburum/nýfæddum hvolpum sem ekki ná að drekka af spena.


Aukinheldur hefur Puppy ProTech verið þróað með tvær helstu sjúkdómsvaldandi örverurnar sem herja á nýfædda hvolpa í huga, E-Coli og CPV (Canine Parvo Virus), og inniheldur Puppy ProTech ónæmisglóbúlín sem vinna gegn myndun þessara örvera. Í raun má segja að ef hvolpar ná ekki að drekka af spena móður, en móðurmjólk inniheldur flóru ónæmisglóbúlína, þá geti Puppy ProTech verið sem ákveðin bólusetning hvolpa gegn þessum skæðu örverum.


Puppy ProTech hentar einstaklega vel fyrir nýfædda hvolpa sem eru í einhverri lífshættu, vegna fæðingar eða vandamála á fyrstu klukkustundum lífsins.


Puppy ProTech má nota eitt sér ef mjólk úr móður er ekki tiltæk og/eða samhliða móðurmjólk fyrstu vikur lífsskeiðs (sjá leiðbeiningar á umbúðum).


ATH: mikilvægt er að farið sé eftir leiðbeiningum framleiðanda nema dýralæknir hafi gefið leiðbeiningar um annað.


Puppy ProTech er eingöngu selt til dýralækna og ræktenda.

Af ofangreindu er auðvelt að svara af hverju Royal Canin býður upp á Start-of-Life pakkann 

ÞVÍ LENGI BÝR AÐ FYRSTU GERÐ!

Ábyrgðarmaður greinar: Steinar B. Aðalbjörnsson, matvæla- og næringarfræðingur hjá Dýrheimum og Royal Canin á Íslandi, steinar@dyrheimar.is. Upplýsingar um tilvitnanir í rannsóknir fást gegn beiðni

VÖRUR ÚR START-OF-LIFE LÍNUNNI

2.070 kr
1.788 kr
2.070 kr
3.879 kr
1.289 kr
3.765 kr
4.040 kr
4.040 kr
972 kr
11.690 kr
7.061 kr
27.280 kr
24.968 kr
19.790 kr
3.428 kr
1.390 kr
12.865 kr

Eldri færslur Nýrri færslur

Net Orders Checkout

Item Price Qty Total
Subtotal 0 kr
Shipping
Total

Shipping Address

Shipping Methods