febrúar 24, 2023 4 mínútur að lesa
Mikilvægt er að hlúa að fyrstu skrefum lífsins þegar við hugum að því að para tíkina okkar. Gott líkamsástand, góð andleg heilsa og góð næring skipta þar miklu máli í að tryggja góða meðgöngu og hlúa að væntanlegum hvolpum. Með þessum pistli vonumst við til þess að geta aukið þekkingu lesenda á þörfum tíkarinnar á þessum tíma lífsins.
Meðgöngutími er um 61-63 dagar sem er ansi stuttur tími frá því að egg frjóvgast í að hvolpar komi í heiminn. Hér að neðan má sjá nokkur þroskastig hvolpa í móðurkviði.
Þegar fóðra á tík á meðgöngu er mikilvægt að hafa í huga orkuþörf á mismunandi stigum meðgöngunnar auk næringarþarfa vaxandi hvolpa í móðurkviði. Almenn orkuþörf helst jöfn þar til á 5. viku en þá eykst orkuþörfin smám saman fram að fæðingu um 25-50% en frá 6. viku meðgöngu byrja hvolparnir (fóstrin) að stækka en eru fram að þeim tíma eingöngu að þróast og mynda öll kerfi líkamans. Gangi tíkin með fáa hvolpa má reikna með um 30% aukningu á daglegri orkuþörf en séu hvolparnir fleiri en tveir má margfalda daglega orkuþörf með 1,5-1,7.
Tíkur sem borða of kolvetnasnautt fóður á meðgöngu eru líklegri til þess að hafa minni matarlyst, verða fyrir þyngdartapi, sykurfalli, lægri fæðingarþyngd hvolpa ásamt auknum líkum á því að hvolpar fæðist fyrir tímann. Ástæðan er sú að meira en helmingur af orkuþörf hvolps í móðurkviði treystir á glúkósa úr kolvetnum. Á síðasta þriðjungi meðgöngunnar er sérlega mikilvægt að huga að þessari kolvetnaþörf en miða má við að með 60g af meltanlegum kolvetnum á hver 1,000kcal ME sé hægt að koma í veg fyrir kolvetnaskort.
Þörfin fyrir fitu og prótein eykst á seinnihluta meðgöngunnar sem mætir aukinni hitaeiningaþörf/orkuþörf tíkarinnar. Séu færri kolvetni gefin er enn meiri þörf á auknu magni próteina, eða um tvöfalt meiri þörf sem getur hafti áhrif á hægðir tíkarinnar.
Smá en gífurlega mikilvæg snefilefni.
- Aukin þörf á járni og kopar vegna upptöku efnanna í lifur hvolpanna. Allt að tvöföld þörf verður á þessum snefilefnum.
- Kalk og fosfór, á síðasta þriðjungi meðgöngunnar mynda hvolparnir beinin sín. Það er gífurlega mikilvægt að forðast of mikla kalkgjöf á meðgöngu (til þess að fyrirbyggja vandamál í fæðingu, en of mikil kalkgjöf getur í raun orsakað skyndilegt falls í kalki líkamans). Ráðlagt er að viðhalda hlutfalli kalks:fosfór frá 1:1 að 1.5:1.
- A vítamín er nauðsynlegt en það leikur stóran þátt í formgerð hvolpsins, athugið að of mikið magn af A vítamíni getur verið hættulegt og valdið vansköpðuðum hvolpum.
Einkenni: Sjaldgæft en bráðaatilfelli þar sem fullgengnar tíkur eftir 50. dag eru í áhættu. Einkenni frá taugakerfi þar sem vöðvar veikjast, spasmar verða í kjálka og sjokk kemur. Líkamshiti lækkar yfirleitt um allt að eina gráðu. Litlar til engar breytingar eru á hjartslætti eða andardrætti.
Orsakir: Rangt samsett fóður, breytingar á fóðurtímum, of fiturík fæða með of lítið af kolvetnum (án þess að auka próteinmagn á móti). Lélegt líkamsástand tíkur og óþægindi í legi.
Meðhöndlun: Bráðainnlögn á dýraspítala, vökvagjöf með glúkósa, blautfóður ríkt af kolvetnum gefið jafnt og þétt ásamt stöðugu eftirliti fyrst um sinn.
Oft svipar einkennum bráða blóðsykurfalls við bráðan kalkskort en meðhöndlunin er afar ólík.
Einkenni: Lífshættulegt ástand sem hefur getur haft áhrif á tíku, er algengast á 3-4. viku mjólkurgjafar. Smáhundar og tíkur með mjög stór got eru í hærri áhættuhóp. Einkenni eru æsingur, agressív hegðun og flogaeinkenni. Líkamshiti hækkar almennt og öndunartíðni eykst. Getur einnig komið fram eftir fæðingu, sérstaklega í smáum tíkum með marga hvolpa.
Orsakir: Möglegar orsakir eru aukalegar gjafir af kalki og D vítamín á meðgöngu, fóður sem inniheldur ekki nægilegt kalk eða þar sem ójafnvægi er á kalki og fosfór, kalktap vegna mjólkurgjafar á hápunkti mjólkurframleiðslunnar.
Meðhöndlun: Bráðameðhöndlun nauðsynleg með vöktun á hjartalínuriti og hitastigi tíkur. Nauðsynlegt er að aðskilja móður frá hvolpum í að minnsta kosti 48 tíma eða jafnvel það sem eftir er.
Frá fyrsta degi lóðarís að 42. degi meðgöngu: Royal Canin HT42D, fóður sérstaklega hannað fyrir fyrstu vikurnar þar sem hugað er að næringarþörfum tíkarinnar með auðmeltanlegri samsetningu næringarefna, aðlöguðu orkumagni miðað við þarfir tíkar á meðgöngu, aukið magn ákveðinna næringarefna (m.a. fólinsýru, beta-karotín, EPA+DHA fitusýrur).
Frá 42. degi meðgöngu og yfir tímabil mjólkurgjafar: ef einn hvolpur þá mælum við með Royal Canin Puppy (Mini-Medium-Maxi), ef fleiri þá Royal Canin Starter (Mini-Medium-Maxi). Styður við aukna orkuþörf tíkarinnar (ath fóðurval) undir lok meðgöngu og á mjólkurgjafartímabili.
HÉR má lesa nánar um rannsóknir um áhættuþætti í gotum og umönnun hvolpa.
Fyrsta fæða hvolpsins er, þegar allt gengur vel, móðurmjólkin. Í upphafi mjólkar tíkin svokallaðri broddmjólk sem er próteinrík og inniheldur mikilvæg mótefni sem berast til hvolpanna ásamt aukinni orku sem er nauðsynleg fyrst um sinn. Eiginleikar hvolpanna til þess að nýta mótefni úr broddmjólkinni eru hæstir strax eftir fæðingu og fara lækkandi fram að sólarhrings aldri, því er mikilvægt að tryggja broddmjólkurgjöf (Puppy Protech broddmjólk) sem fyrst, geti tíkin ekki séð um það sjálf af einhverjum ástæðum.
Hvolpamjólk
Babydog milk:
- Þurrmjólk fyrir móður og hvolpa frá fæðingu.
Puppy protech:
- Þurrmjólk með brodd ætluð nýburum þegar tíkur mjólka ekki, fyrir hvolpa sem koma með keisara, mjög stór got eða aðstæður þar sem hvolpar þurfa aukinn stuðning við ónæmiskerfið.
Ráðlagt er að Royal Canin Starter (Mini-Medium-Maxi) sé gefinn frá um 3 vikna aldri til 8 vikna aldurs. Auðvelt er að bleyta Starter fóðrið upp til þess að venja hvolpana á fasta fæðu.
Ráðlagt er að hvolparnir séu á Starter fóðrinu frá því að þeir fá fasta fæðu fram að 8 vikna aldri. Um 8 vikna aldur er kominn tími á að setja hvolpana á almennt hvolpafóður (Royal Canin Puppy) fram að fullorðinsaldri sem getur verið mislangur tími eftir stærð hundsins.
Smáhundar eru almennt taldir fullvaxta um 10 mánaða, miðlungs stærð af hundum um 12 mánaða og stórir hundar 15 mánaða. Risavaxnir hundar geta verið þó 18-24 mánuði að ná fullorðinsstærð.
Samantekt:
Theodóra Róbertsdóttir, dýrahjúkrunarfræðingur