Dýrheimar - samfélag hunda og katta og eigenda þeirra
Karfa 0

Fræðslumolar | Próteinmagn í fóðri

Fóður Fóðurbreytingar Fræðsla Fræðslusetur Hundar Innihald Innihaldslýsing Næring Næringargildi Próteinmagn Vinnuhundar

Próteinmagn í fóðri

Þegar kemur að próteinhlutfalli í fóðri þá er mikilvægt að muna að það er mismunandi á milli hundategunda hvernig fóðrið ætti að vera samansett. Sleðahundur er til dæmis með töluvert aðra næringarþörf en Russian Toy sem er svo með nokkuð ólíka næringarþörf samanborið við Labrador; næring hunda ætti að taka mið af tegundinni og lífsstíl þeirra.

Því miður þá hefur ofuráhersla á próteinneyslu á meðal fólks smitast yfir í hvernig eigendur sjá fyrir sér að besta fóðrunin sé fyrir hunda – yfirfærsla sem að sjálfsögðu á ekki rétt á sér. Jú auðvitað eru hundar alætur eins og við mannfólkið, ekki bara kjötætur, og meltingarvegur um margt líkur, en hundar eru samt sem áður allt önnur tegund. Í flestum tilfellum er prótein sem er langt yfir 35% í besta falli óþarfi og mögulega skaðlegt í versta falli ef lífsstíll eða heilsa hunds er með þeim hætti að honum tekst ekki að losa sig almennilega við úrgangsefni próteinefnaskipta.

Þegar kemur að hvolpum þá eru öll líkamskerfi viðkvæm fyrstu vikurnar og mánuði lífsins. Meltingarvegur er óþroskaður miklu lengur en flestir gera sér grein fyrir og að bjóða hvolpi upp á óþarflega mikið magn af próteinum setur óþarfa álag á meltingarveginn (það eru jú próteinin sem oftast valda ofnæmis- eða óþolsviðbrögðum sér í lagi ef meltingarvegur er enn óþroskaður og gloppóttur) og á lifur og nýru, eins og ég nefndi áðan.

Veldu það fóður sem hentar þinni hundategund og það er næsta víst að það er alger óþarfi að kaupa fóður sem er með 50% eða meira próteinmagn.

Ábyrgðarmaður greinar: Steinar B. Aðalbjörnsson, matvæla- og næringarfræðingur hjá Dýrheimum og Royal Canin á Íslandi, steinar@dyrheimar.is. Upplýsingar um tilvitnanir í rannsóknir fást gegn beiðni.

Dachshund hvolpar - Dachshund Puppies Dogs - Royal Canin

Eldri færslur Nýrri færslur

Net Orders Checkout

Item Price Qty Total
Subtotal 0 kr
Shipping
Total

Shipping Address

Shipping Methods