Dagvistun

Algengar spurningar

Dagvistunin er hluti af samfélagi Dýrheima og er í boði fyrir alla. Þó eru gerðar kröfur um að hundur:

  • sé vanur búri fyrir hvíld
  • geti umgengist aðra hunda og fólk
  • sé skráður hjá sveitarfélagi
  • sé með uppfærða bólusetningu og framvísi bólusetningarskírteini fyrsta daginn
  • sé almennt heilsuhraustur

Við bjóðum upp á að bóka mánuð eða viku í senn. Hundurinn má mæta alla þá daga sem mánuðurinn eða vikan spannar sem bókuð var.

Öll aðstaða og aðbúnaður er til staðar fyrir hunda í dagvistun. Eina sem þarf að taka með er hundurinn og hálsól/beisli og hefðbundinn taum (ekki útdraganlegan).

Við bjóðum sem stendur aðeins upp á að bóka dagvistun í viku eða mánuð. Það er gert til þess að hundarnir venjist og haldi rútínu. Slíkt ýtir undir vellíðan hundsins og dregur úr streitu að það séu stöðugt nýir hundar daglega.

Ef þú villt ekki nýta alla dagana er það ekkert mál, en mikilvægt er að láta vita upp á dagsskipulag vistunarinnar.