Þjálfari heim

Einkatími þar sem hundaþjálfari kemur heim og fer yfir þau atriði sem eigandi óskar eftir, t.d. almenn hegðun, vandamál, æfingar o.s.frv. 

Eftir greiningarvinnu er sett upp æfingaplan og ráðleggingar um næstu skref. Æfingaplani er svo fylgt eftir í næstu einkatímum eða með ráðleggingum um námskeið sem henta.

Innifalið í verði akstursgjald.

Fjöldi skipta: 1
Tímalengd: 1 klst.

Þjálfari: Albert Steingrímsson

Aðeins í boði fyrir stórhöfuðborgarsvæðið. Sé ósk um þjálfara heim utan höfuðborgarsvæðis skal hafa samband við albert@dyrheimar.is 

Afbókun skal berast 48 klst. áður en tími hefst. 

Customer Reviews

Based on 2 reviews
100%
(2)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
A
Arnaldur Grétarsson
Hnitmiðuð og árangursrík aðstoð

Aðstoðin og tilsögnin sem við fengum var mjög gagnleg og hnitmiðuð. Við tökum strax eftir miklum árangri þar sem við höfum getað nýtt ábendingar og tillögur frá Albert. Heimsókn sem hefur breytt miklu í okkar sambandi við hundinn til hins betra.

L
Lilja Bjork Ketilsdottir
Frábær þjónusta 5⭐️

Albert er frábær þjálfari við vorum mjög ánægð með heimsóknina frá honum. Mjög gott að fá hann heim þar sem Dúskur var í sínu umhverfi. En við vildum að við hefðum vitað af þessari þjónustu fyrr. Það ætti að fylgja nafnspjald frá honum með hverjum hvolpi sem ræktendur selja. Við hlökkum mikið til að halda áfram að læra af honum á hvolpa námskeiðinu 🐶 Takk fyrir okkur