Barn og hundur - námskeið

Hlýðninámskeið fyrir börn á aldrinum 8-12 ára þar sem þau geta lært grunninn í að vinna með hundunum sínum.

Ábyrgðamaður verður að vera á staðnum til að aðstoða barnið eftir þörfum. 

Farið verður yfir grunnatriði í hlýðni og mikilvæg atriði í umgengni við hunda, bæði okkar eigin hunda og ókunnuga. 

Áhersla verður lögð á eftirfarandi æfingar á námskeiðinu: 

  • Sitja 
  • Liggja
  • Taumganga
  • Innkall

Kennari er Albert I. Steingrímsson sem er einn reynslumesti hundaþjálfari landsins. Albert er menntaður hundaþjálfari með áherslu á atferli hunda á öllum aldurskeiðum. Auk þess hefur Albert sótt fjölda námskeiða og er með mörg alþjóðleg réttindi er snúa að hundum, þjálfun þeirra og atferli.  

Customer Reviews

Based on 3 reviews
67%
(2)
33%
(1)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
Á
Árný Björg Ísberg
Frábært námskeið

Albert og aðstoðarkonan virkilega flott.
Mjög skýrt allt saman - góð kynning í byrjun og flottur endir á námskeiðinu líka.

E
E.B.H.
Frábært námskeið

Frábært námskeið þar sem barnið fær að njóta sín í þjálfun hundsins með úrvals kennurum.
Takk fyrir okkur Eva Brá, Aníta Hlín og Mía

B
Berglind Árnadóttir

Svakalega gaman sagði þessi 11 ára, gaman að kenna henni að leggjast - átti ekki von á að ég gæti kennt henni það.