Fóðrið inniheldur amínósýruna tárín og ómega-3 fitusýrur sem styrkja hjartað en einn veikleiki Rottweiler tegundarinnar í gegnum tíðina hefur tengst hjartastarfsemi.
Fóðrið inniheldur prótein í hlutfalli sem stuðlar að viðhaldi vöðvamassa enda tegundin vöðvamikil og sterk.
Ómega-3 fitusýrurnar í fóðrinu efla ytri varnir húðar og stuðla að fallegum og glansandi feldi.
Fóðurkúlurnar eru lagaðar að því að gera hundinum auðveldara að ná þeim upp og hvetur þá til að tyggja en slíkt minnkar líkur á tannsteinsmyndun.
Sérvalin innihaldsefni sem stuðla að heilbrigðum beinum og liðum, þar með talin ómega-3 fitusýrur sem hjálpa til við að halda liðbólgum í lágmarki og glúkósamín og kondróítin sem stuðla að uppbyggingu liðbrjósks.
Blanda af hágæða auðmeltanlegum próteinum og góðgerlafæðu (MOS) til þess að stuðla að heilbrigðri þarmaflóru. Sömuleiðis inniheldur fóðrið auðmeltanleg prótein (LIP; Low Indigestible Protein) sem stuðla að bættri meltingu og jafnvægi í þarmaflórunni.
Prótein: 26.0% - Fita: 20.0% - Trefjar: 2.5% - Tárín: 2.5g/kg fóðurs