Hvolpanámskeið - Hádegi

Á hvolpanámskeiði læra hvolpar augnsamband og samstarfsvilja við stjórnanda.

Notuð er jákvæð styrking, rödd og nammibitar/dót.

Þær æfingar sem farið er yfir á námskeiðinu eru:

  • ganga í taum
  • sitja
  • liggja
  • standa
  • innkall
  • slökun
  • nei skipun
  • gjörðu svo vel/eða frí

Farið er í umhverfisþjálfun og hvolpar læra að vinna saman í hóp og við ólíkar aðstæður og eiga að geta gert allar æfingar á ólíkum svæðum. Námskeiðið hentar öllum hvolpum frá 3 mánaða aldri.

Námskeiðið gefur rétt á afslætti á hundaleyfisgjöldum.

*ATH* sjá dagsetningar í bókun. 

Þriðjudagar og fimmtudagar: Tímar hefjast kl 12:00

Föstudagar: Tímar hefjast kl 13:00

Fjöldi skipta: 8 skipti - 1 tími er bóklegur án hunds.
Tímalengd: 90 mín 
Staðsetning: Víkurhvarf 5, 203 Kópavogur

Þjálfari: Albert Steingrímsson

*Hvolpa- og hlýðninámskeiðin okkar eru sérstaklega haldin úti til þess að hundarnir þjálfist í raunaðstæðum óháð árstíma en ekki á vernduðu innisvæði, slíkt hefur reynst betur þegar hvolparnir halda svo út í lífið.

Customer Reviews

Based on 6 reviews
100%
(6)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
S
S.G.

Frábært námskeið og Albert algjör fagmaður, þolinmóður og lætur sig varða að það gangi vel með hvolpinn. Bæði ég og Slaufa lærðum svo margt á þessu skemmtilega námskeiði og það tengdi okkur líka meira saman og fann meira traust okkar á milli :) Mæli með !

Þ
Þórey Jóhanna Óskarsdóttir
Hvolpanámskeið

Frábært hvolpanámskeið. Hundaþjálfarinn dásamlegur og allra vilja gerður að aðstoða og svara öllum spurningum. Við bíðum spennt eftir næsta tíma :)

G
Gunnar Guðbrandsson

Frábært námskeið hjá Albert fyrir minn hvolp

A
Axel Bogaosn
Flott námskeið

Stóðst minar væntingar. Goður kennari með reynslu.

S
Smáradóttir Arna María
Hvolpanámskeið

Hnitmiðað og einfalt, gott að fylgja Alberti í æfingum 😃