Markeringa námskeið

Á markeringanámskeiði lærir hundurinn að markera viðkomandi hlut og/eða lykt, staðsetja og láta stjórnanda vita.

Stjórnandi lærir að lesa í hegðun hunds og festa ákveðna skipun fyrir markeringu. Farið er yfir mismunandi þrautir og uppsetningu fyrir teymið.

Námskeiðið er í alls 4 skipti, 90 mín í senn, og hentar öllum hundum og aldri.

 

Viltu að við höldum svona námsskeið sem fyrst? Hafðu samband við Albert I. Steingrímsson, albert@dyrheimar.is