Dagur Ungmennadeildar og Royal Canin

janúar 03, 2023 1 mínútur að lesa

Fjölmennt var í sýningarsal Dýrheima þegar dagur Ungmennadeildar og Royal Canin var haldinn þann 2. október síðastliðinn. Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur undanfarin ár til þess að efla starf deildarinnar og vekja athygli á samvinnu barna og hunda. 


Keppni ungra sýnenda á sýningum HRFÍ er fyrir 10-17 ára en á dögum sem þessum eru allir aldursflokkar velkomnir og eru yngstu keppendur um 3 ára gamlir. Á deginum voru um 70 keppendur á öllum aldri skráðir til leiks og því vel sóttur viðburður sem heppnaðist vel í salnum okkar.


Royal Canin er stoltur styrktaraðili Ungmennadeildar HRFÍ