Heilsutékk

Dýrheimar bjóða katta- og hundaeigendum upp á heilsutékk hjá dýrahjúkrunarfræðingnum Theodóru Róbertsdóttur. Hægt er að fá grunnmat á heilsu dýrsins þar sem m.a. tannheilsa, holdarfar, vöðva- og feldástand er metið, ásamt því koma með hunda í þjálfun á sérstöku hundahlaupabretti. Næringarráðgjöf er veitt eftir þörfum í heilsutékkinu, en næring spilar stóran þátt í heilbrigði hunda og katta.