Royal Canin hefur frá upphafi stutt við ræktendur og lítum við á þá sem ómissandi hluta af okkar sterka teymi. Ræktendur gegna lykilhlutverki í samfélagi hunda og katta á Íslandi. Með þeirra þekkingu, ástríðu og metnaði getum við sameiginlega unnið að því að efla heilbrigði, lífsgæði og framtíð tegunda.
Markmið okkar er að vera traustur samstarfsaðili sem veitir faglegan stuðning, fræðslu og lausnir sem auðvelda daglegt starf.
Royal Canin býður upp á fjölbreytta vörulínu sem styður við dýrin á öllum lífsskeiðum, allt frá meðgöngu til fóðrunar fullorðinna og eldri dýra. Með sérsniðnu fóðri sem byggir á vísindum og réttri næringu viljum við auðvelda ræktendum að mæta ólíkum þörfum hvolpa, kettlinga og fullorðinna dýra.
Með því að gerast hluti af Royal Canin ræktendateyminu færð þú aðgang að sérfræðiþekkingu, sérsniðnum stuðningi og heildstæðum lausnum sem styðja við heilbrigða og ábyrga ræktun. Við vinnum náið með ræktendum um allt land og leggjum áherslu á gagnkvæmt traust, fræðslu og samstarf sem skilar árangri til lengri tíma.
Ef þú deilir metnaði okkar fyrir velferð dýra og vandaðri ræktun, bjóðum við þér endilega að hafa samband hér til hliðar með því að segja okkur frá þinni ræktun.
Ræktandi skal hafa skráð ræktunarnafn hjá hunda/kattaræktarfélagi.
Ræktandi miðlar fræðslu til nýrra hvolpa/kettlingaeigenda um næringu Royal Canin.
Ræktandi merkir færslur/myndir með @royalcaninisland.