Varstu að fá þér hvolp? Eða fullorðinn hund? Viltu vita meira um þjálfun sem hentar honum? Hundaskóli Dýrheima býður upp á fjölmörg námskeið, einkatíma og hóptíma um allt sem snýr að þjálfun, hegðun og öðru sem tengist því að eiga hund og ala hann vel upp.
Hundaþjálfari Dýrheima er Albert I. Steingrímsson sem er einn allra færasti hundaþjálfari landsins og þó víðar væri leitað. Albert er menntaður hundaþjálfari með áherslu á atferli hunda á öllum aldurskeiðum. Auk þess hefur Albert sótt mýmörg námskeið og er með fjölmörg alþjóðleg réttindi er snúa að hundum, þjálfun þeirra og atferli.