Hundaskóli

Hundaskóli Dýrheima býður upp á fjölmörg námskeið, einkatíma og hóptíma um allt sem snýr að þjálfun, hegðun og öðru sem tengist því að eiga hund og ala hann vel upp.

Hundaþjálfari Dýrheima er Albert I. Steingrímsson

Albert er einn allra reynslumesti hundaþjálfari landsins. Albert er menntaður hundaþjálfari með áherslu á atferli hunda á öllum aldurskeiðum. Auk þess hefur Albert sótt mýmörg námskeið og er með fjölmörg alþjóðleg réttindi er snúa að hundum, þjálfun þeirra og atferli, þmt. í spori, veiði og hlýðni. Albert er með dómararéttindi í spora- og hlýðniprófum á vegum HRFÍ.

Algengar spurningar

Samstarfsvilji virkjaður gegnum leik og verðlaun, notað er augnsamband í æfingum og samvinna hunds og eiganda virkjuð.

Almennt fer kennsla á námskeiðum fram utandyra til þess að tryggja langtíma árangur hunds og eiganda í meira krefjandi aðstæðum. Einkatímar geta farið fram bæði innan- og utandyra. Staðsetningu tíma/námskeiða má annars finna undir námskeiðslýsingu.

Þjálfun hvolpa hefst strax, en gott er að hafa í huga að öll samskipti við hvolpinn flokkast undir þjálfun. Mælt er með hvolpanámskeiði frá 3ja mánaða aldri.

Ef um almenna hvolpa- eða hlýðniþjálfun er að ræða henta þau námskeið. Fyrir sérstækari vandamál eða einstaklingsbundna ráðgjöf mælum við með einkatímum. Námskeiðslýsingu má svo finna undir sérhæfðari námskeiðum.

Hægt er að nálgast upplýsingar um hundahald og hundaleyfisgjöld hjá sveitarfélögum. Í hundaleyfisgjaldi er yfirleitt innifalin trygging gagnvart 3ja aðila. Upplýsingar varðandi sjúkra- og líftryggingar má nálgast hjá tryggingafélögum.

Best er að nýta almenna skynsemi varðandi hreyfingu hvolpa, við ráðleggjum fjölbreytta hreyfingu undir eftirliti frá 8 vikna aldri. Forðast skal þó ofþjálfun og að láta hvolp stökkva upp eða niður af hærri stöðum. Frjáls hreyfing er mikilvæg fyrir hreyfiþroska og andlega líðan hvolpsins.