Sjúkrafóðurslína Royal Canin samanstendur af fjölda fóðurtegunda sem hver og ein er ætluð til þess að tækla ákveðin vandamál eða sjúkdóma hjá hundum eða köttum. Dýralæknar mæla með þessu fóðri annaðhvort einu sér eða með annarri meðhöndlun, með eða án lyfja. Dýralæknar einir geta selt fóður úr þessari línu.
Vinsamlegast hafðu samband við þinn dýralækni eða Theodóru Róbertsdóttur dýrahjúkrunarfræðing hjá Dýrheimum fyrir nánari upplýsingar.