Dýrheimar er fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var árið 1995 til að sjá um dreifingu á vörumerkinu Royal Canin. Dýrheimar hefur verið í eigu sömu fjölskyldu sem hóf rekstur sinn í bílskúr fyrir 30 árum og er nú orðið að samfélagi ábyrgra hunda- og kattaeigenda í húsnæði Dýrheima að Víkurhvarfi í Kópavogi. Í samfélagi Dýrheima má m.a. finna hundaskóla, heilsutékk og kaffihús þar sem gæludýraunnendur geta sest niður og slakað á, með dýrin með sér eða innan um þau. Það má vissulega segja að fyrirtækið blómstri með samheldinn hóp sérfræðinga innanhúss.
Vöruhús
Aron er fjölhæfur starfskraftur sem vinnur í vöruhúsinu! Aron á hundana Móa og Gutta, Miniature Schnauzera. Þegar Aron er ekki í vinnunni er hann í ræktinni - alltaf að leggja inn!
Heilsutékk, fræðslusetur
Dýralæknir, DVM
Andrea ætlar að taka vel á móti ferfættu vinum okkar í Heilsutékkinu og fræða eigendur þeirra um hin ýmsu málefni er varðar næringu og vellíðan 2026! Í frítíma nýtur Andrea lífsins með fjölskyldu og dýrunum sínum úti í náttúrunni!
Vöruhús
Björn Breki er fjölhæfur starfskraftur sem vinnur í vöruhúsinu! Þegar hann er ekki í vöruhúsinu er hann annaðhvort í skólanum eða ræktinni. Björn Breki á loppu í hundinum Ljóma.
Vöruhús
Gummi er kisukall Dýrheima, hann á tvo ketti þau Anakin og Elsu ásamt chihuahua hundinum Skvísu. Gummi hefur yfirumsjón með að allt gangi smurt fyrir sig í vöruhúsinu á milli þess sem hann gengur á fjöll og slakar á í heita pottinum.
Framkvæmdastjóri
Lögfræðingur, cand.jur
Ingibjörg er konan bakvið tjöldin í öll þessi ár! Skipulögð, metnaðarfull og samstarfsfélagar þurfa sjaldan að bíða eftir því að eitthvað sé framkvæmt - enda er "núna eða strax" vinnustaðagrínið ekki bara alltaf grín! Hún eignaðist loksins drauma hundinn hann Ljóma, sem er einnig skrifstofuhundurinn okkar allra.
Innkaupa- og markaðsstjóri
Hagfræðingur, B.sc., stafrænn markaðssérfræðingur
Jóhanna gæti einnig verið hlaupastjóri Dýrheima en hún er meðal annars yfir sýningarþjónustu okkar. Jóhanna er oft kölluð "mamaJo" en hún sér til þess að allt sé hreint, vel upp raðað og að samfstarfsfélagar séu ávallt saddir í vinnunni þegar þeir laumast á kaffihús Dýrheima.
johanna@dyrheimar.is
Vöruhús
Kjartan er fjölhæfur starfskraftur sem vinnur í vöruhúsinu! Þegar hann er ekki í vöruhúsinu er hann annaðhvort í skólanum eða ræktinni. Kjartan á eina sæta kisu.
Verslun og kaffihús
Lára er sú sem tekur á móti öllum heimsóknunum til okkar, yfirfer pantanir og knúsar alla ferfættu vinina sem koma inn og lætur teymið vita svo við getum kíkt í knús. Lára á tvær kisur sem hún elskar að knúsa og leika við þegar hún er heima.
lara@dyrheimar.is
Instagram - Samfélagsmiðlar
Tölvunarfræðingur
Lilja er í svokölluðu "black and tan" liði - en hún á hundinn Drago ásamt smærri félögum hans Erró og Nagla. Lilja gæti sagt okkur sögur af Drago í 4 vikur samfleytt án þess að draga andann, en auk þess er hún einstaklega næm á framsetningu og myndun efnis fyrir samfélagsmiðlana okkar!
Sölustjóri
Ólafur Einir eða Óli eins og við köllum hann dagsdaglega er heilsunörd í húð og hár. Hann brennur ekki bara fyrir heilsu dýra heldur sérhæfir hann sig í að halda fólki í formi en einnig á hann tvo sæta pug hunda! Við reynum að taka lífsstíl og hugarfar Óla til fyrirmyndar!
oli@dyrheimar.is
Fræðslustjóri, vísindamiðlun - Heilsutékk, ráðgjöf
Dýrahjúkrunarfræðingur, Award of Merit in Nutrition /BSAVA
Theodóra er fædd í hvolpakassanum og á í dag hundana Matthildi og Kjartan ásamt kisunni Karlottu. Það kom ekki mörgum á óvart að dýrahjúkrun hafi orðið fyrir valinu og nýtur hún sín nú í að ráðleggja hunda- og kattaeigendum varðandi heilsu og næringu. Þegar Theodóra er ekki í vinnunni þá má helst finna hana á hundasýningum að dæma, úti í náttúrunni eða að þjálfa hundana sína.
theodora@dyrheimar.is