Það eru nokkrir þættir sem við þurfum að hafa í huga varðandi fóðurval. T.d. stærð, aldur, virkni og heilsufar. Ef þú ert í vandræðum geturðu ávallt haft samband til þess að fá persónulega ráðleggingu.
Tegundarfóðrið frá Royal Canin byggir á rannsóknum varðandi þarfir tegunda sem eru ólíkar hinum almenna hundi. Dæmi má nefna aðlagað magn steinefna og fitu fyrir Miniature Schnauzer hunda sem hættir til brisbólgu og þvagsteinamyndunar, eins lágt magn púríns fyrir Dalmatíuhunda osfrv. Með rannsóknum á þörfum tegundanna og með því að fóðra tegundina í samræmi við þær þarfir má gjarnan fyrirbyggja þekkt heilsufarstengd vandamál.
Munurinn felst í orkuþéttni. Þurrfóður er orkuþéttara og hjálpar til við að draga úr tannsteinsmyndun á meðan blautfóður er gjarnan lystugra vegna meiri lyktar og raka. Royal Canin býður upp á þurr- og blautfóður sem hentar vel saman til þess að veita næringarríka, rétt samsetta máltíð.
Royal Canin hefur tekið tillit til matvandra hunda þar sem Exigent fóðrið var hannað sérstaklega með þá í huga með tilliti til áferðar, stærðar og lykt sem hvetur til aukinnar matarlystar. Eins má prófa að blanda blautfóðrið við þurrfóðrið. Mikilvægt er að halda rútínu á matartímum og takmarka alla aukabita til þess að kenna hundinum til hvers er ætlast af honum.
Nei, Royal Canin leggur áherslu á vísindalega nálgun þar sem hvert einasta innihaldsefni er valið fyrir sitt hlutverk í að veita rétt samsetta næringarríka máltíð.