Dýrheimar er fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var árið 1995 til að sjá um dreifingu á vörumerkinu Royal Canin og er nú orðið að samfélagi Dýrheima. Þar má m.a. finna verslun, hundaskóla, heilsutékk og kaffihús þar sem gæludýraunnendur geta sest niður og slakað á, með dýrin með sér eða innan um þau. Það má vissulega segja að fyrirtækið blómstri með samheldinn hóp sérfræðinga innanhúss.
Albert er einstaklega vel að sér í kennslu á hvernig best er að nálgast hundinn sinn og fá hann með sér í lið og kann leiðirnar til þess.
Ég hef alla mína tíð átt hunda sem hafa flestir orðið góðir og vel tamdir og taldi mig ekki þurfa að fara á neitt hvolpanámskeið. En eftir þetta námskeið verð ég að segja að það var ansi margt sem hann Albert gat komið til skila sem við á þessu heimili eigum eftir að nýta okkur. Kærar þakkir fyrir okkur.
Báðar bullmastiff tíkurnar mínar fæddar í febrúar eru á þessu fóðri, þrífast virkilega vel 🐾
Við mælum heilshugar með!
Þetta var virkilega gott námskeið! Albert er alveg frábær með mikla reynslu, með mikinn skilning og þekkingu á hundum.
Takk fyrir okkur, við lærðum helling
Mjög góð motta og hönnunina er flott
Flott námskeið og Albert æðislegur þjálfari, mæli 100% með😊
Einkatími - sýnendaþjálfun
Mælum 100% með Show beauty performance fyrir stærri feldhunda, fer ótrúlega vel með feldin og gefur fallegan glans í feldin og min alveg elskar þetta fóður 🥰
Besti kattasandurinn -)
Must námskeið fyrir hvolpaeigendur.
Annað sinn sem ég nýti mér þessa þjónustu. Hef hitt Rannveigu og núna síðast Theodóru þær eru báðar alveg frábærar og maður lærir svo mikið og fær mikið útúr þessum tíma. Mæli með fyrir alla nýliða eða lengra komna sem langar að fínpússa eitthvað eða fá bara annað auga á það sem maður er að vinna með !
Ég mæli klárlega með að skella sér í einkatíma. Ég er með Franskan Bulldog sem er ansi ákveðin og veit sko hvað hún vill. Theodóra gaf okkur nokkur dýrmæt ráð, sem við höfum nú í farteskinu. Ég sé strax miklar bætingar 🥰
Albert er frábær þjálfari við vorum mjög ánægð með heimsóknina frá honum. Mjög gott að fá hann heim þar sem Dúskur var í sínu umhverfi. En við vildum að við hefðum vitað af þessari þjónustu fyrr. Það ætti að fylgja nafnspjald frá honum með hverjum hvolpi sem ræktendur selja. Við hlökkum mikið til að halda áfram að læra af honum á hvolpa námskeiðinu 🐶 Takk fyrir okkur
Ég mæli eindregið með hvolpanámskeiðinu hjá Alberti. Hann er virkilega góður þjálfari, auðvelt að tala við hann og það er augljóst að hann býr yfir mikilli reynslu. Aðstaðan fyrir námskeiðið er til fyrirmyndar, og þetta var bæði góð æfing og frábær leið til að venja hundinn við nýjar aðstæður. Námskeiðið fer vel yfir fyrstu skrefin, svo ég myndi mæla með því fyrir alla sem eru að fá sér hvolp. Við ætlum klárlega að fara á framhaldsnámskeið hjá þeim.
Frábær leiðbeinandi. Mikil fagþekking
Áttum frábært námskeið hjá Alberti og náðum góðum árangri, enda Albert sá allra færasti. Þá gat hann einnig svarað öllum spurningum þeirra sem hafa litla reynslu í hundahaldi almennt. Að námskeiði loknu voru bæði eigandi og hundur öruggari með hvort annað og sambandið sterkara. Við hlökkum jafnframt til að koma á frekari námskeið.