Dýrheimar er fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var árið 1995 til að sjá um dreifingu á vörumerkinu Royal Canin og er nú orðið að samfélagi Dýrheima. Þar má m.a. finna verslun, hundaskóla, heilsutékk og kaffihús þar sem gæludýraunnendur geta sest niður og slakað á, með dýrin með sér eða innan um þau. Það má vissulega segja að fyrirtækið blómstri með samheldinn hóp sérfræðinga innanhúss.
😊
Besta fjárfestingin að fara í ráðgjöf til Theodóru varðandi meltingu og fóðurval fyrir hundinn minn. Eftirfylgnin var líka mjög mikilvæg því þetta tók tíma að finna taktinn og gat ég alltaf leitað hennar. Takk fyrir okkur!
Sigrún & Leo
Hann Hagrid minn fór til hennar Theódóru í ráðgjöf og við gætum ekki verið sáttari. Við fengum betri leiðbeiningar upp á hvernig er best að fóðra hann og hann snar lagaðist í bæði húð og holdum. Hann varð því vel sýningafær og endaði á því að vera sigurvegari í þó nokkrum flokkum.
Er með þrjá mjög ólíka ketti í stærð og feldgerð og var búin að eiga í vandræðum með að finna fóður sem þær voru allar hrifnar af svo ég ákvað að prufa Royal Canin Hair & skin. Og vá þvílíkur munur! Allar þrjár þrífast virkilega vel á fóðrinu og eru duglegar að láta vita ef það þarf að fylla á dallana. Eftir nokkrar vikur fór ég að taka eftir því að feldurinn þeirra fór að glansa fallega og uppáhalds svefnstaðirnir þeirra voru ekki lengur teppalagðir af hárlosi. Stærsti kosturinn er sá að nú er hægt að klappa þeim án þess að verða sjálfur loðinn á höndunum - sem er mjög kærkomið fyrir aðal-kattamanneskjuna á heimilinu, dóttur mína sem er með ofnæmi fyrir köttum. Hefði ekki trúað því hvað þetta fóður gæti haft mikil jákvæð áhrif á ferfættlingana okkar og heimilið í heild sinni. Mæli hiklaust með!
Hef tvisvar farið til Theodóru.
Ég mætti í báða tímana með sýnandanum mínum og ég er ótrúlega þakklát fyrir alla kennsluna fyrir bæði sýnandan og mig sem eiganda til að geta kennt sjálf heima.
Theodóra hefur mjög góða nærveru og er ótrúlega klár og útsjónarsöm.
Útskýrir á rólegan og eðlilegan hátt.
Og sér hluti sem maður tekur ekki eftir sjálfur. Hún gefur manni hugrekki
Ég mun áfram fara reglulega til hennar með mína hunda. Og ég held að allir ættu að splæsa í tíma hjá Theodóru hvort sem þeir eru vanir eða óvanir.
Takk fyrir mig
Skemmtilegur tími og ferlið er jákvætt og uppbyggilegt. Fengum tíma hjá Gauju, frábært að fá reynd augu til að sjá hvað mætti gera betur. Höfum verið að mæta hér og þar um allan bæ í sameiginlega tíma fyrir sýningar sem er fínt en þessi tími toppar alla hina tímana. Gauja útskýrði allt á skiljanlegan máta og með mikið af gagnlegum upplýsingum sem eru einstaklingsmiðaðar. Mæli með!!
Skemmtilegt námskeið þar sem tekið er tillit til getu hundsins. Mæli með fyrir alla hundaeigendur.
Mæli eindregið með honum Alberti 👌
Æðislegt námskeið í alla staði! Albert er frábær kennari. Námskeiðið er haldið utandyra sem er mjög gott. Gott að þjálfa hundinn í allskonar veðri. Fara út fyrir þægindarammann.
Svo halda bara æfingar áfram fram að næsta námskeiði.
Albert er einstaklega vel að sér í kennslu á hvernig best er að nálgast hundinn sinn og fá hann með sér í lið og kann leiðirnar til þess.
Ég hef alla mína tíð átt hunda sem hafa flestir orðið góðir og vel tamdir og taldi mig ekki þurfa að fara á neitt hvolpanámskeið. En eftir þetta námskeið verð ég að segja að það var ansi margt sem hann Albert gat komið til skila sem við á þessu heimili eigum eftir að nýta okkur. Kærar þakkir fyrir okkur.
Báðar bullmastiff tíkurnar mínar fæddar í febrúar eru á þessu fóðri, þrífast virkilega vel 🐾
Við mælum heilshugar með!
Þetta var virkilega gott námskeið! Albert er alveg frábær með mikla reynslu, með mikinn skilning og þekkingu á hundum.
Takk fyrir okkur, við lærðum helling
Mjög góð motta og hönnunina er flott
Flott námskeið og Albert æðislegur þjálfari, mæli 100% með😊
Einkatími - sýnendaþjálfun