Dýrheimar er fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var árið 1995 til að sjá um dreifingu á vörumerkinu Royal Canin og er nú orðið að samfélagi Dýrheima. Þar má m.a. finna verslun, hundaskóla, heilsutékk og kaffihús þar sem gæludýraunnendur geta sest niður og slakað á, með dýrin með sér eða innan um þau. Það má vissulega segja að fyrirtækið blómstri með samheldinn hóp sérfræðinga innanhúss.
Hvolpanámskeið - 15:30-17:00
Hef verið að gefa Köru Maxi Joint Care fóður frá því hún var 9 ára og byrjaði að fá gigt. Fljótlega eftir að Kara byrjaði á Maxi Joint Care sá ég mikinn mun á hreyfigetu og hvað henni leið betur. Í dag er Kara 14,5 ára og er enn að koma með í göngutúra,hún fer hægar yfir en áður enda aldurinn farinn að segja til sín. Ég er þakklát frábæru starfsfólki Dýrheima fyrir að hafa bent mér á þetta fóður fyrir 5 árum siðan þegar ég leitaði ráða hjá þeim því án Maxi Joint Care væri Kara ekki búin að hafa heilsu til að geta fylgt okkur eftir öll þessi ár. Einnig er mikill kostur hvað það er auðvelt að halda henni í réttri líkamsþyngd á Maxi Joint Care.
Geggjað að geta keypt svona góðan blautmat í dósum, áferðin snilld og hundarnir alsælir!
Geggjað að geta keypt svona góðan blautmat í dósum, áferðin snilld og hundarnir alsælir!
Fékk mjög góðar leiðbeiningar
Mæli hiklaust með hvolpanámskeiðinu. Albert greinilega fagmaður fram í fingurgóma og þvílíkt margt sem hægt er að læra á námskeiðinu.
Fimm hvolpar frá mér fóru á hlýðninámskeið hjá Alberti. Hann var einstaklega naskur á að sigta út þarfir hvers og eins hunds og eiganda, og leiðbeina eigendum með hvernig best væri að vinna með hundinum. Frábært námskeið sem ég gef mín bestu meðmæli.
Dog Reward Duo Bones Game/Chicken 200gr
Kaffihúsaþjálfun
Svo frábær þjónusta. Æðislegt að geta fengið heimsendingu.
Er með schnauzer frá hvolp uppí 5 ára, þær elska allar matinn sinn ❤️ sú elsta byrjar að sníkja klukkutíma fyrir seinni gjöf 🤣
Þarfaþing á hverju gæludýra-heimili!
Við erum með 6 ára gamla Golden Retriever tík á þessu fóðri. Síðan hún var hvolpur hefur verið ofnæmisvesen með endalausum hot spots (dermatitis) yfir sumarið sérstaklega. Í mörg ár vorum við með hana á Hypoallergenic fóðri en eftir góða ábendingu frá dýralækninum okkar prófuðum við að setja hana á "Derm" fóður sem virtist ganga vel í hana. Fyrst vorum við á Derm fóðri frá öðrum framleiðanda en skiptum svo strax yfir þegar Dýrheimar fóru að taka inn Derma fóður fyrir stóra hunda. Fóður kúlurnar eru stærri og gott að vita að það séu bætiefni sérstaklega fyrir stóra hunda.
Við sjáum kláran mun á feldinum og hversu miklu betri hún er í húðinni. Við vitum að hún er með ofnæmi fyrir ákveðnum hlutum og það er eins og að húðin sé betur í stakk búin til þess að takast á við ertinguna og kláðann (sem virðist vera mikið minni!) þegar hún er á þessu fóðri.
Mælum með fyrir ofnæmispésa og aðra með húðvandamál. Þeir eigendur sem hafa þurft að vera með skerm á hundinum sínum hálft árið vita hvað þetta er leiðinlegt og hversu frábært það er að finna eitthvað sem virkar fyrir sinn hund. Núna förum við í ferðir á sumrin vitandi að við getum sullað og hlaupið í grasinu án þess að vera í endalausum vandræðum.
Fannst fyrst alltaf eins það væri eitthvað sölutrikk að vera með sér tegundar fóður en svo þegar ég fór að kynna mér þetta betur þá varð ég virkilega hrifinn af þessu. Sérstaklega að vita að það sé nógu af réttu amínósýrunum sem styðja við heilbrigt hjarta í Golden (sjá á netinu um DCM í Golden).
Lína fékk frá ræktandanum fóður sem hún var á í nokkrar vikur áður en við skiptum yfir í Golden puppy og þá hvarf allskonar magavesen og niðurgangur sem var búið að vera. Núna er bara fínn kúkur alltaf.
Hún þrífst ótrúlega vel á þessu fóðri og er að fara að vera á því út ævina þannig að það er eins gott að henni þyki þetta gott á bragðið. Feldurinn er frábær. Við mælum hjartanlega með.
Mínar tikur eru allar á þessu fóðri.
Þær eru í topp standi hvað varðar feld, líkamlega getu og tala ekki um hægðirnar.
Topp einkun ❤️