Fæst einungis hjá dýralæknum!
Sjúkrafóður fyrir ketti með fóðuróþol eða fóðurofnæmi.
Smáir ofnæmisvakar
Vatnsrofið prótein auðmeltanlegt og inniheldur mjög smáa ofnæmisvaka sem stuðlar að því að líkaminn þekki ekki ofnæmisvakann og dregur því úr líkum á ofnæmisviðbrögðum.
Húð
Langkeðja fjölómettaðar ómega-3 fitusýrur sem hjálpa til við að styðja við meltingu og heilbrigða húð. Styður auk þess við náttúrulegar varnir húðarinnar.
Auðmeltanlegt
Auðmeltanleg prótein og kolvetni. Trefjar og góðgerlafæða til þess að styðja við jafnvægi í meltingarvegi.
Ráðlögð notkun við:
Fóðurofnæmi, með einkennum í húð og/eða meltingarvandamálum
Atópískri húðbólgu í köttum (FAD)
Krónískum niðurgangi
Þarmabólgu (IBD)
Ófullnægjandi starfsemi briskirtils (EPI)
Bakteríusýkingu í smáþörmum
ATH! Þegar fóðrið er notað til þess að greina fóðuróþol eða sem útilokunarmeðferð þarf, til þess að sjá tilætlaðan árangur, að gefa eingöngu Anallergenic fóðrið og enga aukabita eða annað fóður í 8-12 vikur. Eftir það, ef vel gengur, má í samráði við dýralækni fara yfir næstu skref.
Próteingjafi: vatnsrofin sojaprótein, vatnsrofin kjúklingalifur. Við vatnsrofun próteina er ofnæmsivakinn brotinn smátt niður.
Kolvetnagjafi: hrísgrjón
Næringargildi
Prótein: 25.5% - Fita: 20.0% - Trefjar: 3.6% - Per kg: Nauðsynlegar fjölómettaðar fitusýrur (línólu-sýrur - Arakidóník-sýru): 46,4 g - EPA/DHA: 3,2 g - ómega-3 fitusýrur: 9,8 g.
Stærð: 400g og 2.5kg