Þann 20. desember síðastliðinn opnaði Dýralíf formlega verslunina í nýju húsnæði að Stórhöfða 17. Verslunin býður upp á gott úrval af Royal Canin hunda- og kattafóðri auk ýmissa vöruflokka sem geta nýst dýraeigendum vel. Mikið var um manninn á opnuninni en Óli okkar stóð vaktina og ráðlagði viðskiptavinum við val á Royal Canin fóðri fyrir dýrin sín.
Við óskum eigendum og starfsfólki Dýralífs innilega til hamingju með flutninginn!