Farið yfir stöðugleika í sitja og liggja, hælgöngu í móa og skotstöðugleiki. Inkall á flautu og flautustopp. Farið með hunda í fuglavinnu og unnið með stöðugleika við fugl og leit í móa. Hundi kennt að vera rólegur við uppflug og skot. Grunnur lagður í að sækja og skila.
Fyrir alla fuglahunda frá 10 mánaða aldri. Hundur þarf að vera búinn með hvolpanámskeið.
Fjöldi skipta: 6
Tímalengd: 120 mín
Staðsetning: Upplýsingar koma frá þjálfara
Þjálfari: Albert Steingrímsson
Afbókun á námskeið skal berast 5 dögum áður en námskeið hefst.