Allt hvolpafóður Royal Canin inniheldur auðmeltanleg, formelt prótein (LIP) sem eru ólíklegri til að valda ónæmisviðbrögðum í meltingarvegi. Sömuleiðis inniheldur hvolpafóður Royal Canin góðgerlafæði, bæði FOS og MOS, en FOS styrkir jákvæðar örverur í meltingarvegi og MOS dregur úr krafti neikvæðra örvera í meltingarvegi, hvorttveggja styrkir því varnir meltingarvegarins til mikilla muna. Ennfremur hefur verið lögð áhersla á andoxara sem hlutleysa sindurefni (oxara) og minnka þar með skemmdaráhrif sindurefnanna á líkamann. Sömuleiðis inniheldur Labrador hvolpafóðrið beta-glúkana en rannsóknir benda til þess að þeir styrkir ónæmiskerfið.
Aðlagað magn orku, próteina, kalks og fosfórs styður við heilbrigðan vöxt og þyngd Labrador hvolpa, en slíkt hefur áhrif á heilsu hundsins eftir því sem hann eldist. Mikilvægt er að allir eigendur og ummönnunaraðilar gæti að þyngd Labrador hvolpa enda hættir tegundinni til að þyngjast með tilheyrandi álagi á liði.
Fóðrið inniheldur bæði glúkósamín og kondróítin en bæði þessi efni leika lykil hlutverk í heilbrigðum liðum. Auk þess er í fóðrinu ómega-3 fitusýrur sem draga úr bólgum sem oft myndast í liðum en eitt stærsta vandamálið sem hundar af stórhundakyni glíma við snýr að liðheilsu - alltof margir hundar glíma að óþörfu við liðverki og mjaðmalos.
Stærð, lögun, áferð og innihald fóðurkúlanna sérstaklega hannað fyrir lífsstíl og hegðun Labrador hvolpa.
Prótein: 33% - Trefjar: 1.7% - Fita: 14%.