Tilboð

Pro Queen 4kg

Þurrfóður sérstaklega ætlað kettlingafullum læðum og læðum með kettlinga á spena

Fóðrið er sérstaklega hannað að teknu tilliti til þarfa kettlingafullra læða; orkuþörf, ónæmiskerfi, fitusýruþörf (sérstaklega ómega-3 fitursýrum) en allir þessir þættir, og fleiri til, skipta miklu máli í heilsu læðunnar og kettlinganna.

Ómega-3

Ómega-3 fitursýrurnar, þá sérstaklega DHA, stuðla að heilbrigðum þroska heila á meðgöngu, þá sérstaklega á fyrstu stigum (fyrstu 2/3 hlutar meðgöngunnar).

Bragðgott

Fóðrið er bragðgott sem hvetur læðuna til að éta á meðgöngunni og á meðan hún gefur á spena en nægileg orkuneysla er grunn forsenda þess að móður heilsist vel og afkvæmin komist á legg.

Vítamín & steinefni

Sérstök blanda vítamína og steinefna til að styrkja forðabúr læðunnar á meðan hún gengur með kettlingana enda vitað að það tekur mjög á næringarástand allra spendýra að ganga með afkvæmi – blandan er akkúrat sett saman fyrir þarfirnar á þessum tíma, þá sérstaklega á meðgöngunni sjálfri, en líka þegar hún byrjar að gefa á spena.

Ónæmiskerfi

Sérstakir samverkandi andoxarar, C og E-vítamín, lútein og tárín, sem stuðla að sterku og heilbrigðu ónæmiskerfi og gefa þannig móður og afkvæmum tækifæri til að mynda mótefni og takast þannig betur á við ýmsar veirur sem á geta herjað.

Næringargildi

Prótein: 34% - Fita: 23% - Trefjar: 4.8% - Per kg: Lífsnauðsynlegar fitusýrur: 52 g - DHA: 1.5 g.