Heildstætt fóður ætlað tíkum og hvolpum frá og með 43. degi meðgöngu, fæðingu, á meðan hvolparnir eru á spena og sem fyrsta fóður hvolpa til 2ja mánaða aldurs. Fóðrið er orkuríkt til að mæta þörfum hjá hvolpafullum tíkum og hjá tíkum með hvolpa á spena enda um að ræða krefjandi tímabil fyrir tíkina.
Sérstaklega samansett af næringarþáttum sem eru til staðar í móðurmjólkinni, einkum til að styrkja meltingu hvolpa og byggja upp náttúrulega vörn þeirra (þar á meðal með FOS og MOS góðgerlafæðu).
Styður við ónæmiskerfi móður og hvolpa með sérstaklegra vísindalega sannaðri blöndu andoxunarefna sem m.a. sýna fram á betri svörun við bóluefnum.
Bragðgott og auðvelt að bleyta upp til þess að auka lyst hjá tíkinni og til þess að auðvelda breytinguna hjá hvolpunum frá móðurmjólk yfir í fasta fæðu - auðvelt að bleyta upp!
ATH: Ef einungis 1-2 hvolpar eru væntanlegir getur Starterinn verið of orkuríkur fyrir tíkina og valdið óþarfa þyngdaraukningu sem er óæskilegt. Því er, undir þeim kringumstæðum, mælt með að færa tíkina yfir á Puppy á 43. degi meðgöngunnar (einnig er hægt að halda áfram á HT42d) sem er orkuminna fóður en Starter en svo aftur yfir á Starter þegar hvolpar eru fæddir enda mikilvægt að tíkin fái næga orku til að gefa á meðan á krefjandi spenagjöf stendur.
Prótein: 30.0% - Fita: 22.0% - Trefjar: 1.3% - Raki: 8%