Upplýsingar um meðferð persónuupplýsinga á vef Dýrheima sf. / GDPR Compliance

SÖFNUN OG MEÐHÖNDLUN PERSÓNUUPPLÝSINGA

Dýrheimar safna upplýsingum um viðskiptavini sína. Það er þó eingöngu gert í þeim tilgangi að veita viðskiptavinum aðgang að vörum og þjónustu skv. viðskiptasamningum og til að miðla upplýsingum í markaðslegum tilgangi. Markmiðið með upplýsingasöfnuninni er fyrst og fremst að bæta þjónustuna við viðskiptavini og tryggja sem besta upplifun þeirra í viðskiptum við Dýrheima.

 

ÁFRAMSENDING PERSÓNUGREINANLEGRA GAGNA TIL ÞRIÐJA AÐILA

Dýrheimar deila ekki persónugreinanlegum upplýsingum með þriðja aðila og nýta aldrei persónuupplýsingar viðskiptavina í öðrum tilgangi en þeim sem þær voru safnaðar fyrir. Gögn eru geymd eins lengi og nauðsynlegt er miðað við tilgang upplýsingasöfnunarinnar.

 

VAFRAKÖKUR

Vafrakökur (e. cookies) eru litlar textaskrár sem margar vefsíður nota, þar á meðal www.dyrheimar.is. Vafrakökur eru búnar til þegar vefsíður eru heimsóttar. Vafrakökur innihalda ekki persónugreinanlegar upplýsingar og engin leið er fyrir aðrar vefsíður að lesa í upplýsingar sem vafrakökurnar safna. Ein notkun vafrakaka er sú að notandi vafra þarf ekki að slá inn notendanafn þegar vafrað er á netinu á síðum sem áður hafa verið heimsóttar af notanda.

Flestir vafrar eru stilltir þannig að þeir taka sjálfvirkt við kökum. Auðvelt er að afþakka þennan eiginleika í vafra en mögulega getur virkni síðunnar breyst ef vafrakökur eru afþakkaðar.

Hægt er að breyta öryggisstillingum á flestum netvöfrum þannig að þeir taki ekki á móti kökum. Einnig er hægt að eyða kökum með einföldum hætti.

Nánar um vafrakökur og stillingar þeim tengdum: https://www.aboutcookies.org/

 

MARKAÐSSETNING MEÐ SMÁSKILABOÐUM (SMS) OG AÐRAR SMS TILKYNNINGAR:

Með því að skrá þig fyrir SMS tilkynningum frá Dýrheimum með textaskilaboðum ertu að samþykkja að fá frá Dýrheimum sjálfvirkar tilkynningar í símanúmerið sem þú ert skráð(ur) fyrir. Það er þó ekki skilyrði fyrir kaupum á vefsíðu Dýrheima að þú skráir símanúmerið þitt. Hægt er að skrá sig af SMS lista Dýrheima með því að svara SMS tilkynningu sem berst með orðunum STOP. Gjaldfært er skv. gjaldskrá þíns farmsímafyrirtækis þegar þú svarar. Skoðaðu upplýsingar um meðferð Dýrheima á persónuupplýsingum. 

 

VEFMÆLINGAR

Dýrheimar nota Google Analytics til vefmælinga á vefjum í sinni eigu eða notkun. Við hverja komu inn á vefina eru nokkur atriði skráð, svo sem tími og dagsetning, leitarorð, frá hvaða vef er komið og gerð vafra og stýrikerfis. Þessar upplýsingar má nota við endurbætur á vefnum og þróun hans, t.d. um það efni sem notendur sækjast mest eftir o.fl. Engum persónugreinanlegum upplýsingum er safnað um hverja komu.

Nánar um Google Analytics.

 

RÉTTUR VIÐSKIPTAVINAR/NOTANDA

Viðskiptavinur/notandi hefur rétt á að afturkalla samþykki fyrir notkun á persónuupplýsingum. Viðskiptavinur/notandi getur hvenær sem er farið fram á breytingu á skráningu, að Dýrheimar hætti að nota eða að Dýrheimar eyði persónugreinanlegum gögnum um sig. Viðskiptavinur/notandi getur í þessu samhengi fengið að skoða persónuupplýsingarnar sem Dýrheimar hafa safnað. Til þess að breyta eða eyða gögnum, eða breyta notkun persónuupplýsinga, þarf viðskiptavinur/notandi að geta gert grein fyrir sér með viðurkenndum hætti.

 Sjá nánari upplýsingar um þínar upplýsingar.

BREYTINGAR Á GAGNASÖFNUN

Dýrheimar áskilja sér rétt til að breyta ofangreindum upplýsingum um gagnavernd hvenær sem er í samræmi við ákvæði gagnaverndarlaga. Við breytingu þarf viðskiptavinur/notandi að samþykkja skilmálana aftur.

Hlaðvarp Dýrheima er nýr liður í fræðslusetrinu þar sem fjallað verður um hin ýmsu málefni tengd hundum og köttum með áherslur samfélagsins í forgrunni. Fjallað er um það sem eigendur þurfa til að annast dýrin sín með öruggum hætti, tryggt velferð þeirra og heilsu, bæði andlega og líkamlega.