Fyrstu skrefin

Viltu undirbúa þig sem allra best fyrir nýja fjölskyldumeðliminn?

Fyrirlestur fyrir þá sem hafa tekið fyrsta skrefið í að eignast hund um grunnþætti þess að fá slíkan nýjan fjölskyldumeðlim. Farið verður yfir hvað ber að huga að varðandi heimkomu hundsins, þjálfun, heilsu og síðast en ekki síst um næringu.

Fyrirlesarar

Albert I. Steingrímsson hundaþjálfari og Theodóra Róbertsdóttir, dýrahjúkrunarfræðingur. 

Fjöldi skipta: 1
Tímalengd: 1,5 klst.

Fyrirlesturinn fer fram í húsakynnum Dýrheima, Víkurhvarfi 5, 203 Kópavogi. 

 

- VÆNTANLEGT -