Að húsvenja hvolpa - Skref fyrir skref

maí 14, 2024 2 mínútur að lesa

skref fyrir skref - leiðin til árangurs!

Að fá hvolp inn á heimilið er spennandi tími, en að húsvenja hvolpinn getur verið miskrefjandi. Með þolinmæði, rútínu og nokkrum ráðum geturðu gert hvolpinn húshreinann á stuttum tíma! 

💡 Vissir þú að? 

Með því að setja verkefnin upp þannig að þau gangi vel þá er líklegra að hvolpurinn læri fyrr hvar hann má pissa. Árangursríkast er að fyrirbyggja slysin.

Að setja upp æfingar sem virka

1. Samræmi er lykilatriði

 • Dagskrá: Hvolpar eru með litla þvagblöðru og geta því ekki haldið í sér lengi. Farðu með hvolpinn út á amk. 2 tíma fresti yfir daginn til að byrja með.
 • Hvenær: Farðu með hvolpinn út eftir svefn, eftir leik, eftir matartíma og fyrir svefn.
 • Eftirlit: Ef þú getur ekki haft augun á hvolpinum, hafðu hann þá á afmörkuðu svæði til þess að takmarka slysahættu og svo slys í mottur osfrv. 
Enskur Cocker Spaniel
Enskur Cocker Spaniel hvolpur "Frá Götu" ræktun

2. Að fara út

 • Útvaldi staðurinn: Veldu einn stað við heimilið þar sem hvolpurinn lærir að pissa á. Að fara með þá á sama stað fyrst um sinn hjálpar til við að tengja ferðina við að losa sig. 
 • Alltaf í taum: Vendu hvolpinn strax á að pissa í taum. Það auðveldar alla þjálfun í framhaldi. 
 • Umbun: Þegar hvolpurinn losar sig úti, umbunaðu honum með röddinni og jafnvel litlum nammimola til þess að styrkja hegðunina. 

3. Að fyrirbyggja slys

Að fyrirbyggja slys inni fyrir er langbest fyrir langtíma árangur. Fylgstu með merkjum hvolpsins um að hann þurfi að komast út eins og t.d. óróleiki, væl, stefnulaust rölt osfrv. 


Slysin geta alltaf komið fyrir en hvað þá?

 • Ekki refsa hvolpinum
 • Hreinsaðu upp eftir hvolpinn með góðu hreinsiefni til þess að eyða lykt 
 • Skoðaðu hvaða aðstæður voru og reyndu að tímasetja betur ferðir út fyrir hvolpinn
Pudelpointer

Nokkur viðbótar ráð

 • Hafðu næga þolinmæði
 • Stilltu klukku til þess að tryggja að hvolpurinn fari reglulega út 
THEODÓRA RÓBERTSDÓTTIR

Theodóra er dýrahjúkrunarfræðingur að mennt og er með Award of merit í næringu smádýra frá BSAVA. Ásamt því er áhugasviðið að fyrirbyggja vandamál og sjúkdóma gegnum umönnun. Theodóra starfar hjá Dýrheimum við ráðgjöf tengda heilsu og næringu í Heilsutékki Dýrheima auk þess að halda fyrirlestra, einkatíma fyrir sýningar og sýnendanámskeið.