Af hverju Royal Canin? WSAVA spurningar

apríl 29, 2024 3 mínútur að lesa

Öll viljum við taka ábyrgar ákvarðanir í tengslum við fóðurval fyrir dýrin okkar. Við höfum tekið saman nokkur svör við spurningum WSAVA varðandi fóðrun og fóðuröryggi. 

WSAVA - World small animal veterinary association

WSAVA hefur þróað ýmis verkfæri fyrir dýralækna og dýraeigendur sem styðja þá í ábyrgri ákvarðanatöku varðandi fóðrun. WSAVA hefur því útbúið alþjóðlegar ráðleggingar til þess að hjálpa m.a. að tryggja að dýrin séu fóðruð á viðeigandi hátt hverju sinni. 


Sjá WSAVA ráðleggingar hér.

WSAVA logo

WSAVA spurningar

WSAVA hefur gefið út spurningalista sem inniheldur m.a.: 

 • Eru sérhæfðir næringarfræðingar í fullu starfi hjá fyrirtækinu?
 • Hver eru nöfn og titlar þessara sérfræðinga?
 • Hver þróar samsetningu fóðursins og hverjir eru titlar þess aðila?
 • Er fóðrið prófað með tilliti til AAFCO (The Association of American Feed Control Officials) fóðurprófana eða hannað til að uppfylla slík próf?
 • Hvers konar vörurannsóknir hafa verið gerðar?
 • Eru niðurstöður rannsókna birtar í ritrýndum tímaritum?
 • Hver framleiðir fóðrið? 
Meðgöngutími hvolpa

Royal Canin svarar wsava spurningum

Hæfir næringarfræðingar

Royal Canin er alþjóðlegt fyrirtæki með upprunalegar höfuðstöðvar í Frakklandi. Það er fáanlegt í  91 landi og er með 12 verksmiðjur dreifðar um allan heim til að tryggja fullkomna framleiðsluaðstöðu.

Samsetningarnar eru þróaðar af teymi löggiltra dýralækna með sérhæfingu í næringu, Ph.D næringarfræðinga og starfsmanna með meistaragráðu í fóðrun smádýra. Þessi teymi eru fyrst og fremst með aðsetur í höfuðstöðvunum og rannsóknarháskólanum í Aimargues, Frakklandi.


Mætir fóðrið AAFCO kröfum?

Vísindi og rannsóknir eru kjarninn í því hvernig Royal Canin mótar næringu fyrir hunda og ketti, virðing fyrir heilsu og vellíðan hunda og katta skiptir því höfuðmáli í hugmyndafræðinni. Til þess að meta meltanleika og gera bragðpróf eru tvær gæludýramiðstöðvar í eign Royal Canin notaðar. Þar eru "við störf" fagmenn (hundar og kettir) í að kanna hvort fóðrið sé aðlaðandi og gerir Royal Canin kleift að meta meltanleika. 

Þegar kemur að fóðurprófunum mætir Royal Canin næringarstöðlum á heimsvísu, til viðbótar við AAFCO og FEDIAF (European Pet Food Inustry Federation) staðla eru næringarkröfur settar af National Reseach Council einnig virtar. Langflestar samsetningar eru fullgildar og í samræmi við þær prófanir, en þær sem mæta þeim ekki eru einstaka samsetningar úr sjúkrafóðurslínunni. Í sjúkrafóðri er lögð meiri áhersla á að mæta þörfum veikra dýra umfram að uppfylla AAFCO kröfum fyrir heilbrigð dýr. Í slíkum tilfellum fer sá hluti sjúkrafóðurs gegnum viðbótarprófanir til þess að tryggja öryggi þeirra. Það fóður er sérstaklega merkt "intermittent or supplemental feeding" sem undirstrikar að eigi einungis að nota í tilfellum veikinda. 


Royal Canin - gæðaeftirlit

Gæðaeftirlitsráðstafanir

Frá upphafi til enda tryggir Royal Canin örugga framleiðslu. Öflugt gæðaeftirlitsferli getur falið í sér eftirfarandi greiningar, allt eftir tilgangi fóðursins:

 • Smakkprófanir
 • Meltanleikaprófanir
 • Hlutfallslegar tilraunir varðandi yfirmettun í þvagi
 • Gæði hægða m.t.t. áferðar
 • Amínósýrugreiningar
 • Fitusýrugreiningar
 • Stöðugleikagreiningar ásamt eiturefnafræðirannsóknum
 • Klínískar rannsóknir á virkni í tengslum við dýralækna og dýraeigendur
 • Niðurstöður úr blóðrannsóknum
 • Ritrýndar rannsóknir
 • O.s.frv

Vörugæðin eru tryggð með því að gerð er úttekt á hverju einasta innihaldsefni frá hverjum birgja. Áður en hráefnið fer inn í verksmiðjuna eru sérþjálfaðir starfsmenn sem skoða og staðfesta bæði gæði og öryggi hráefnisisns. Svokölluð NIRS próf eru framkvæmd á öllum hráefnum til þess að skrásetja svokallað "fingrafar". Ef "fingrafarið" stenst ekki kröfur þá er hráefnið sent til baka og fer ekki í framleiðsluferlið. Umfram NIRS prófin framkvæmir Royal Canin próf til þess að greina mögulegan sveppavöxt á öllum innihaldsefnum/hráefnum og þannig fyrirbyggja að slík hráefni fari í framleiðsluna. Slíkt tryggir öruggara og heilnæmara fóður fyrir hunda og ketti.


Eins má benda á að Royal Canin leggur mikla áherslu á að viðhalda stöðugleika í uppskriftum og framleiðslu, því er gæðum aldrei fórnað í sparnaðarskyni hráefna. 


Hver framleiðir fóðrið?

Royal Canin á eigin verksmiðjur á 12 stöðum í heiminum. Fóðrið er framleitt eftir þörfum/pöntunum hverju sinni og því aldrei óþarfa lager af fóðri sem bíður heldur ávallt ný framleitt fóður sent til birgja. Með því að framleiða sjálfir fóðrið tryggja þeir öryggi og koma í veg fyrir krosssmit hráefna, t.d. við framleiðslu á sjúkrafóðri osfrv. 

Nánara lesefni:

https://wsava.org/global-guidelines/global-nutrition-guidelines/

https://www.ukpetfood.org/information-centre/pet-nutrition-hub/dog-nutrition.html

https://www.nvg-diervoeding.nl/assets/files/fediaf-nutritional-guidelines-2021-1.pdf

https://www.royalcanin.com/us/about-us/our-nutritional-approach/pet-food-safety-questions-to-ask-your-manufacturer

Theodóra, dýrahjúkrunarfræðingur

THEODÓRA RÓBERTSDÓTTIR

Theodóra er dýrahjúkrunarfræðingur að mennt og er með Award of merit í næringu smádýra frá BSAVA. Ásamt því er áhugasviðið að fyrirbyggja vandamál og sjúkdóma gegnum umönnun. Theodóra starfar hjá Dýrheimum við ráðgjöf tengda heilsu og næringu í Heilsutékki Dýrheima auk þess að halda fyrirlestra, einkatíma fyrir sýningar og sýnendanámskeið.