apríl 29, 2024 5 mínútur að lesa
Samstarf
Royal Canin er í samstarfi við gæludýrasérfræðinga á við dýralækna, dýralæknaháskóla, dýraheilbrigðisrannsóknarstöðvar (eins og t.d. Waltham petcare science institute), ræktendur, faghópa, dýralæknastofur, sjúkrahús og sérhæfðar stofnanir sem veita okkur ekki aðeins upplýsingar til að þróa nýjar næringarlausnir, en einnig veita verðmæta endurgjöf um núverandi vörur.
Rannóknir
Með um 60 ára reynslu í nákvæmri samsetningu gæludýrafóðurs og með yfir 500 starfandi sérfræðinga í teyminu sem vinna hörðum höndum dag hvern í að þrýsta á mörk nýsköpunnar í sérsniðnni næringu. Framkvæmdar eru áframhaldandi leiðandi vísindarannsóknir sem veitir dýrmæt gögn sem og gögn frá samstarfsaðilum í vísindasamfélaginu til áframhaldandi þróunar á næringu dýra.
Vöruþróun
Hver ný vara tekur um það bil 2-10 ár þar til hún er fullþróuð og tilbúin á markað. Frá upphaflegu hugmyndinni, frumgerðinni, tilrauna- og iðnaðarpórfunum, smakkprófunum og fínstillingu á smáatriðum og lausn mögulegra vandamála á leiðinni. Ferlið er langt og strangt en við erum knúin áfram af árangri og fara einungis vörur á markað sem hafa raunverulegan heilsufarslegan ávinning sem stefnt var að, ti lþess að hafa jákvæð áhrif á þann tiltekna hóp dýra.
Heilsa og næring
Aðal markmið Royal Canin er að stuðla að heilsu gegn um næringu hvers dýrs. Með nákvæmum uppskriftum sem taka tillit til dýrategundar, stærðar, aldurs, tegundar eða heilsufars trúum við á sérhæfðar næringarlausnir.
Endurgjöf
Við fögnum öllum endurgjöfum viðskiptavina með opnu hugarfari, því við viljum halda áfram að bæta okkur. Við stefnum á að veita öllum gæludýraeigendum og gæludýrasérfræðingum bestu upplifun viðskipta sem nota vörurnar okkar.
Vöktun
Gegnum stöðuga vöktun og rannsóknir á hundum og köttum, vinnum við stöðugt að því að skilja raunverulegar þarfir þeirra. Þetta hjálpar okkur að byggja nákvæmar uppskriftir á raunverulegum þörfum, með hunda og ketti í fyrsta sæti.
Framleiðsluferli
Allt framleiðsluferlið fylgir samræmdu fyrsta flokks ferli sem er virkt í öllum verksmiðjum okkar til að tryggja hæstu gæði og matvælaöryggi um allan heim. Frá því að vinna eingöngu með viðurkenndum birgjum, greina allt hráefni áður en það fer inn í framleiðslu sem og skilvirt kerfisbundið eftirlit og hættugreiningar (HAPCC) þar sem meira 500.000 ítarlegra greinina fara fram á hverju ári, bæði fyrir hráefnin og lokaafurðir. Það er enginn afsláttur gefinn.
Sjálfbærni
Við höfum skuldbundið okkur í átt að sjálfbærni, ekki aðeins með sjálfbærara framleiðsluferli og kolefnishlutleysi, heldur einnig varðandi eflingu sjálfbærs og heilbrigs vistkerfis auk þess að vera samfélagslega ábyrgt fyrirtæki þar sem við stefnum að því að skapa blómlegt og réttmætt umhverfi fyrir alla samstarfs aðila okkar og birgja.
Rekjanleiki
Notað er skilvirkt rekjanleikakerfi fyrir allar lokaafurðir, sem og hráefna sem notuð eru til að framleiðslu en sýnin eru geymd í að minnsta kosti 18 mánuði.
Eins er strangt ferli við geymslu, sendingu og dreifingu vara til að tryggja að gæðum fóðursins sé haldið í hverju skrefi þar til eigandi opnar fóðrið fyrir dýrið.
Lífsferill vöru
Þegar varan hefur verið sett á markað er ferlinu hins vegar alls ekki lokið - það virkar nánast samfelld hringrás til umbóta þar sem við fáum viðbrögð allra viðkomandi til þess að halda áfram að vinna að betri afköstum og nýjungum í framtíðinni.
Eftirframleiðsla
Fyrir utan fullan rekjanleika gegnum geymsluþol vörunnar og endurgjöf frá samstarfsaðilum og viðskiptavinum höldum við áfram að sinna innra eftirlitsferli okkar, metum stöðugt skýrslur nokkurra breyta með lausnarmiðað hugarfar að leiðarljósi.
WSAVA hefur þróað ýmis verkfæri fyrir dýralækna og dýraeigendur sem styðja þá í ábyrgri ákvarðanatöku varðandi fóðrun. WSAVA hefur því útbúið alþjóðlegar ráðleggingar til þess að hjálpa m.a. að tryggja að dýrin séu fóðruð á viðeigandi hátt hverju sinni.
Við höfum tekið saman nokkur svör við spurningum WSAVA varðandi fóðrun og fóðuröryggi.
WSAVA hefur gefið út spurningalista sem inniheldur m.a.:
Royal Canin er alþjóðlegt fyrirtæki með upprunalegar höfuðstöðvar í Frakklandi. Það er fáanlegt í 91 landi og er með 12 verksmiðjur dreifðar um allan heim til að tryggja fullkomna framleiðsluaðstöðu.
Samsetningarnar eru þróaðar af teymi löggiltra dýralækna með sérhæfingu í næringu, Ph.D næringarfræðinga og starfsmanna með meistaragráðu í fóðrun smádýra. Þessi teymi eru fyrst og fremst með aðsetur í höfuðstöðvunum og rannsóknarháskólanum í Aimargues, Frakklandi.
Vísindi og rannsóknir eru kjarninn í því hvernig Royal Canin mótar næringu fyrir hunda og ketti, virðing fyrir heilsu og vellíðan hunda og katta skiptir því höfuðmáli í hugmyndafræðinni. Til þess að meta meltanleika og gera bragðpróf eru tvær gæludýramiðstöðvar í eign Royal Canin notaðar. Þar eru "við störf" fagmenn (hundar og kettir) í að kanna hvort fóðrið sé aðlaðandi og gerir Royal Canin kleift að meta meltanleika.
Þegar kemur að fóðurprófunum mætir Royal Canin næringarstöðlum á heimsvísu, til viðbótar við AAFCO og FEDIAF (European Pet Food Inustry Federation) staðla eru næringarkröfur settar af National Reseach Council einnig virtar. Langflestar samsetningar eru fullgildar og í samræmi við þær prófanir, en þær sem mæta þeim ekki eru einstaka samsetningar úr sjúkrafóðurslínunni. Í sjúkrafóðri er lögð meiri áhersla á að mæta þörfum veikra dýra umfram að uppfylla AAFCO kröfum fyrir heilbrigð dýr. Í slíkum tilfellum fer sá hluti sjúkrafóðurs gegnum viðbótarprófanir til þess að tryggja öryggi þeirra. Það fóður er sérstaklega merkt "intermittent or supplemental feeding" sem undirstrikar að eigi einungis að nota í tilfellum veikinda.
Frá upphafi til enda tryggir Royal Canin örugga framleiðslu. Öflugt gæðaeftirlitsferli getur falið í sér eftirfarandi greiningar, allt eftir tilgangi fóðursins:
Vörugæðin eru tryggð með því að gerð er úttekt á hverju einasta innihaldsefni frá hverjum birgja. Áður en hráefnið fer inn í verksmiðjuna eru sérþjálfaðir starfsmenn sem skoða og staðfesta bæði gæði og öryggi hráefnisisns. Svokölluð NIRS próf eru framkvæmd á öllum hráefnum til þess að skrásetja svokallað "fingrafar". Ef "fingrafarið" stenst ekki kröfur þá er hráefnið sent til baka og fer ekki í framleiðsluferlið. Umfram NIRS prófin framkvæmir Royal Canin próf til þess að greina mögulegan sveppavöxt á öllum innihaldsefnum/hráefnum og þannig fyrirbyggja að slík hráefni fari í framleiðsluna. Slíkt tryggir öruggara og heilnæmara fóður fyrir hunda og ketti.
Eins má benda á að Royal Canin leggur mikla áherslu á að viðhalda stöðugleika í uppskriftum og framleiðslu, því er gæðum aldrei fórnað í sparnaðarskyni hráefna.
Royal Canin á eigin verksmiðjur á 12 stöðum í heiminum. Fóðrið er framleitt eftir þörfum/pöntunum hverju sinni og því aldrei óþarfa lager af fóðri sem bíður heldur ávallt ný framleitt fóður sent til birgja. Með því að framleiða sjálfir fóðrið tryggja þeir öryggi og koma í veg fyrir krosssmit hráefna, t.d. við framleiðslu á sjúkrafóðri osfrv.
Nánara lesefni:
https://wsava.org/global-guidelines/global-nutrition-guidelines/
https://www.ukpetfood.org/information-centre/pet-nutrition-hub/dog-nutrition.html
https://www.nvg-diervoeding.nl/assets/files/fediaf-nutritional-guidelines-2021-1.pdf
https://www.royalcanin.com/us/about-us/our-nutritional-approach/pet-food-safety-questions-to-ask-your-manufacturer
Theodóra er dýrahjúkrunarfræðingur að mennt og er með Award of merit í næringu smádýra frá BSAVA. Ásamt því er áhugasviðið að fyrirbyggja vandamál og sjúkdóma gegnum umönnun. Theodóra starfar hjá Dýrheimum við ráðgjöf tengda heilsu og næringu í Heilsutékki Dýrheima auk þess að halda fyrirlestra, einkatíma fyrir sýningar og sýnendanámskeið.