Labrador Retriever - Tryggur vinur

febrúar 27, 2024 4 mínútur að lesa

Labrador Retriever hundar eru þekktir fyrir vinalegan svip, fjörugan leik og algjöra tryggð við eigendur sína. Við ætlum að kafa aðeins dýpra í sögu tegundarinnar, hæfileika hennar og sérstakar næringarþarfir þessara fjölhæfu hunda!


Hvaðan kemur tegundin?

Uppruna Labrador Retriever má rekja til svokallaðra "St.John's" hunda á Nýfundnalandseyjum þar sem þeir aðstoðuðu fiskveiðimenn í að sækja net og sækja vatnafugl. Hundarnir voru þekktir fyrir styrk, auðþjálfanleika og hversu vatnselskir þeir voru. Í kringum 1800 fóru breskir hermenn með hundana aftur heim og ræktuðu áfram blíða skapgerð og veiðihæfileika hundanna.

Tegundin varð nokkrum sinnum nálægt útrýmingarhættu en með lykilræktendum tókst að koma tegundinni á gott skrið. Þó finnast í dag ekki afkomendur "St. John's" hundanna á Nýfundnalandseyjum. 


Upprunaland tegundarinnar er þó talið vera Bretlandseyjar skv. FCI. Labrador Retriever varð samþykkt tegund í Englandi 1903 og var formlegur Labrador Retriever klúbbur stofnaður 1916.


Í dag eru labrador meðal vinsælustu hunda heims, enda fjölhæfir blíðir hundar sem henta vel sem fjölskyldu- jafnt og vinnuhundar.


Labrador - öflugt lyktarskyn
Mynd: Royal Canin

Tegundarhópur: 8 - sækjandi fuglahundar


Heimaland: Bretland


Stærð: Rakkar 56-57cm, tíkur 54-56cm.

Leyfilegir litir: Svartur, gulur og brúnn. Einlitur en þó leyflegt að vera með örlítið hvítt í bringu og fyrir aftan þófa. 

Feldgerð: Tvöfaldur, stuttur, þéttur feldur. Nokkuð stífur viðkomu og veðurheldur.

Skapgerð: Ljúfur, klár og auðþjálfanlegur hundur. Gott nef, mjúkt munngrip og hrifinn af vatni. 

Eftirsóknarvert vinnueðli

Náttúrulegt eðli Labrador Retriever hunda hefur erfst í hundruði ára, en vilji til að sækja og skila hlutum til eigenda er mjög ríkjandi. Mjúkt munngrip til þess að skemma ekki bráð eða hlut sem sóttur er ásamt því að nýta lyktarskyn sitt afbragðs vel hefur styrkt tegundina verulega í allri vinnu. 

OB-1 Hrísnes Kara - Svartfjalla ræktun

Meira en "bara" sækir - fjölhæfir hundar!

Labrador Retriever hundar eru þekktir fyrir vinnusemi og hæfileika sína í að sækja bráð og aðra hluti. En þeir eru einnig afar vinsælir í önnur hlutverk eins og t.d.:


Hjálparhundar: afslöppuð skapgerð og vinnusemi hefur gert Labrador hunda eftisótta í ýmis hjálparstörf eins og t.d. sem blindrahundar, stuðningur við félagskvíða og önnur aðstoð.


Leitarhundar: Frábært nef og ákveðni í vinnu hefur gert Labrador hunda að frábærum félögum í að leita af týndu fólki. 


Lyktarvinna: Labrador hundar hafa sinnt t.d. sprengjuleit, fíkniefnaleit, vopnaleit osfrv.


Almennir veiðihundar: Labrador hafa nýst á alla almenna veiði og eru meðal vinsælustu tegundar veiðimanna í dag.


Fjölskylduhundar: Gleðigjafar og vilji til að þóknast hafa heillað ótal fjölskyldur og er það aðal hlutverk hundanna í dag.

OB-1 Hrísnes Kara - Svartfjalla ræktun

Gott upphaf - Ólíkar næringarþarfir

Labradorar, hundarnir sem almennt elska að hlaupa, sækja og synda... Þrátt fyrir það hversu virk tegundin er, þá eru hún einnig þekkt fyrir að vera mjög matelsk, gleypa fóðrið sitt of hratt og gjörn á að vera í ofþyngd. Því skiptir máli að hafa alla þessa þætti í huga við val á fóðri fyrir tegundina, fóður sem styður við heilbrigða þyngd, vöðvauppbyggingu, liðheilsu og feldgæði.

Labrador Retriever fóðrið frá Royal Canin  er sérstaklega hannað fyrir þarfir Labrador hunda, enda þróað í samvinnu við ræktendur af tegundinni.  Fóðurkúlurnar eru nokkuð stórar til þess að hvetja hundana til þess að bryðja og hægja á fæðuinntöku, en í miðju kúlunnar er gat til þess að draga úr hitaeiningamagni mv. stærð. 


Labrador Retriever Puppy er hvolpafóður frá 2-15 mánaða. Fóðrið er sérstaklega hannað með það í huga að efla ónæmiskerfi hvolpsins með blöndu andoxunarefna, á meðan vaxtaskeiði stendur. Ásamt því er áhersla lögð á aðlagað orkumagn, prótein, kalk og fosfór fyrir vaxandi Labrador Retriever hvolp. Með auðmeltanlegum próteinum og góðgerlafæðu er svo stutt við meltingarveg á vaxtarskeiðinu.


Labrador Retriever Adult er svo fullorðinsfóður frá 15 mánaða aldri, en fóðrið er með aðlöguðu magni hitaeininga, auknu magni próteina og lægra hlutfalli fitu - til þess að halda Labradornum þínum í sínu besta formi. Fóðrið er ríkt af hjólkrónuolíu og nauðsynlegum fitusýrum til þess að styðja við húðvarnir og þar með feld hundsins. Ríkt af tárin fyrir hjartaheilsu og liðbætandi efnum eins og glúkósamíni og kondroítíni fyrir liðheilsu. 

Algengar spurningar

Eru Labrador Retriever auðveldir í þjálfun?

Já, tegundin er þekkt fyrir gáfur og vinnusemi í þjálfun. Hinsvegar þá er mikilvægt að þjálfa reglulega á uppbyggilegan og jákvæðan hátt með hvolpinum frá upphafi. 

Hvað þurfa Labrador retriever mikla hreyfingu?

Tegundin er ræktuð fyrir vinnu og þarf því að fá sína hreyfingu í formi göngutúra, þjálfunar og andlegrar örvunar. 

Fara labrador retriever mikið úr hárum?

Tegundin er með tvöfaldan feld og fara almennt eitthvað úr hárum allan ársins hring til þess að viðhalda feldi. Tvisvar á ári kemur svo aðeins meira feldlos. Gott fóður, regluleg burstun og góð húð-/feldhirða hjálpar til við að draga úr hárlosi. 

Svartfjalla ræktun - Dimma Nótt

Svartfjalla Dimma Nótt "Nótt" - Sólstorms Heartthrob Houston "Bósi"

Tengdar greinar

THEODÓRA RÓBERTSDÓTTIR

Theodóra er dýrahjúkrunarfræðingur að mennt og er með Award of merit í næringu smádýra frá BSAVA. Ásamt því er áhugasviðið að fyrirbyggja vandamál og sjúkdóma gegnum umönnun. Theodóra starfar hjá Dýrheimum við ráðgjöf tengda heilsu og næringu í Heilsutékki Dýrheima auk þess að halda fyrirlestra, einkatíma fyrir sýningar og sýnendanámskeið. 

Nánara lesefni:

https://www.fci.be/Nomenclature/Standards/122g08-en.pdf

https://projectupland.com/hunting-dogs/labrador-retriever/

https://www.ndlabclub.co.uk/breed-standard.html