september 26, 2023 3 mínútur að lesa
Við gefum mörg hundunum okkar einhvers konar verðlaun í formi nagbeina, nammibita við þjálfun eða jafnvel aukabita frá matardiskum mannfólksins. Það er okkur frekar eðlislægt að yfirfæra matarást okkar yfir á hundinn og jafnvel rík þörf fyrir að deila slíku matarkyns með hundunum, án þess þó að hugsa til þess að mögulega var þessum aukabita ofaukið.
Markmið næringar er að stuðla að heilbrigðum uppvexti og viðhaldi líkama hundsins. Auk þess stuðla að nægilegri orku, að næra líkamann vel og fyrirbyggja sjúkdóma og næringartengd vandamál og ekki síst stuðla að góðri umönnun hundsins.
Til þess að útbúa fullnægjandi næringu fyrir hundinn þarf að setja saman um 50 næringarefni á réttan hátt, í réttum hlutföllum hvort við annað. Þegar við veljum fóður í næringarlegu jafnvægi leggjum við ríka áherslu á næringarefnin sjálf og hlutföll þeirra.
Viltu læra meira um hvernig næring virkar? - Sjá HÉR.
Gegndræpi þarma er meira í hvolpum og stærri tegundum heldur en fullvaxta hundum og smáhundum, sem þýðir að þarmarnir hleypa meira í gegnum sig við vinnslu næringarefna. Því er mikilvægt að hafa í huga allt sem fer aukalega ofan í meltingarveg hvolpa. Til að mynda getur verið erfiðara fyrir meltingarveg hvolpa að vinna úr nagbeinum, verðlaunum og aukabitum. Vegna þessa geta hvolpar verið líklegri til þess að þróa með sér einkenni húð- og meltingarfæravandamála.
Gífurlegt úrval er af alls kyns nagbeinum og aukabitum fyrir hunda í dag, nokkur góð ráð:
Gott að hafa í huga: því einfaldara því betra.
Við vitum að gjöf á nagbeinum getur hjálpað til fyrir orkumikla hvolpa og hunda að þreytast. Hinsvegar eru til ótal önnur ráð sem hafa ekki jafn mikil áhrif á meltingu og heilsu þeirra:
Algeng vandamál eru kláði, einkenni í húð, meltingareinkenni eins og t.d. niðurgangur. Ef slík einkenni gera vart við sig og við getum tengt þau við gjöf á nýjum nagbeinum eða aukabitum er fyrsta ráð ÁVALLT að taka allt slíkt út úr rútínu hvolpsins/hundsins strax. Sjáum við ekki mun á einkennum eða líðan hvolpsins er næsta skref að kanna nánar orsök einkenna. Fóðurskipti eiga að vera síðasta val óháð því hvaða fóður er gefið, þar sem slík breyting telst stórtæk fyrir jafnvægi í meltingarvegi hvolpa. Gott er að hafa í huga að allt matarkyns inniheldur mismikið af hitaeiningum og því getur það einnig leitt til of mikillar þyngdaraukningar.
ATH! Mikilvægt er að hafa samband við dýralækninn þinn sjáir þú alvarleg einkenni í húð eða meltingarveg hvolpsins/hundsins eða ef hundur sýnir slappleika, almennt lystarleysi o.sfrv.
Theodóra er dýrahjúkrunarfræðingur að mennt og er með Award of merit í næringu smádýra frá BSAVA. Ásamt því er áhugasviðið að fyrirbyggja vandamál og sjúkdóma gegnum umönnun. Theodóra starfar hjá Dýrheimum við ráðgjöf tengda heilsu og næringu í Heilsutékki Dýrheima auk þess að halda fyrirlestra, einkatíma fyrir sýningar og sýnendanámskeið.