október 03, 2023 3 mínútur að lesa
Hvað eru hundasýningar? Hundasýningar eru ræktunardómur á byggingu og hreyfingar hunds sem metið er miðað við tegundarstaðal hverrar tegundar (FCI standard). Allar skráðar tegundir eiga slíkan staðal sem skiptir miklu máli til þess að viðhalda tegundareinkennum sem gera tegundina sérstaka. Keppa hundarnir í rakkaflokkum og tíkarflokkum miðað við aldur og árangur og keppir svo besti rakki við bestu tík þar sem sigurvegarinn verður besti hundur tegundar (Best of breed). Sá sem sigrar keppir svo við aðrar tegundir í sama tegundarhóp (10 tegundarhópar) og sendir hver tegundarhópur sinn fulltrúa* í keppni um besta hund sýningar.
HRFÍ (Hundaræktarfélag Íslands) - FCI (Alþjóðasamtök hundaræktarfélaga)
Í uppstillingu er bygging hundsins skoðuð, höfuð, háls, yfirlína, vinklar, brjóstkassi, lend o.s.frv.
Ráð:
Hreyfingar hundsins eru metnar í eftirfarandi æfingum: að hlaupa “hring", “fram og til baka” og “þríhyrningur”. Hundurinn er ávallt hafður við vinstri hlið sýnanda. Hér er m.a. stöðugleiki hreyfinga skoðaður, fram- og afturskref ásamt yfirlínu á hreyfingu.
Ráð:
Feldur tegundanna skiptir máli, en þó stundum mismiklu. Eitt skiptir þó ávallt máli er að feldurinn sé hreinn og í góðu ásigkomulagi. Mikilvægt er að húðin sé í góðu ásigkomulagi og að tennur, augu og eyru séu einnig hrein.
Ráð:
Líkamlegt form er mjög mikilvægt á sýningum, bæði holdarfar, vöðvaástand ásamt góðu þoli hundsins. Mikilvægt er að fylgjast með líkamlegu ástandi hundsins með góðum fyrirvara til þess að hundurinn sé vel undirbúinn.
Ráð:
Skapgerð tegunda er lýst í tegundarstaðli þeirra, það getur því verið gott að kynna sér hvernig skapgerðin á að vera til þess að undirstrika hana þegar við á í tegundarhringnum. Sem dæmi: dillandi skott retriever hunda, alvarlegri terrier hundar, hlédrægnir fjárhundar.
Sumar tegundir eiga einnig að sýna vinnugleði og því er ýmislegt hægt að gera í sýningarhringnum til þess að undirstrika rétta skapgerð.
Ráð:
Theodóra er dýrahjúkrunarfræðingur að mennt, aðaláhugasvið hennar liggur í næringu hunda og katta ásamt því að fyrirbyggja vandamál og sjúkdóma gegnum umönnun. Theodóra starfar hjá Dýrheimum við ráðgjöf tengda heilsu og næringu í Heilsutékki Dýrheima auk þess að halda fyrirlestra, einkatíma fyrir sýningar og sýnendanámskeið.