Hundadans - öll skemmtilegu trixin!

september 21, 2023 1 mínútur að lesa

Hvað er hundadans?

Hundadans (e. Heelwork to music) er íþrótt þar sem teymið (leiðandi og hundur) setja upp rútínu í allt að fjórar mínútur, tengja við lag og sýna skemmtilegt atriði. Allir hundar geta tekið þátt í hundadansi, en íþróttin styrkir vinnugleði hundsins og samband hans við leiðanda sinn.Erlendis er hægt að taka þátt í keppnum  í íþróttinni - sem vonandi verður hægt einn daginn hérlendis! 

Sigurvegari britain's got talent!

Hundadans (e. Heelwork to music) þróaðist í kringum 1990 eftir að hlýðniþjálfarinn Mary Ray steig fyrst á svið með íþróttina á Crufts, stærstu hundasýningu í heimi. Íþróttin er þannig tiltölulega ný í hundaheiminum en hefur þó hlotið mikla athygli á Crufts, ásamt því hlaut hundadans gífurlega athygli árið 2012 þegar Ashleigh sigraði Britain's got talent og gerð var bíómynd um hundinn hennar, Pudsey. 

Fyrir hvern er hundadans?

Hundadans er kjörið fyrir þau sem vilja styrkja enn frekari tengsl við hundinn, kenna hundinum skemmtileg “trix” og njóta samveru með hundinum sínum.

 

Fyrsta námskeið í hundadansi í hundaskóla Dýrheima hefst 12. október nk. og er kennt 1x í viku í 6 vikur. Þjálfari er Auður Björnsdóttir. Sjá hér að neðan!