Umhverfisþjálfun hvolpa

febrúar 07, 2023 2 mínútur að lesa

Hvað er umhverfisþjálfun?


Umhverfisþjálfun snýst um að venja hvolpinn/hundinn við hinar ýmsu daglegu aðstæður og er ráðlagt að byrja á henni í hvolpakassanum frá 5-6 vikna aldri. Þegar hvolpurinn er kominn á framtíðarheimili sitt tekur við sú þjálfun að venja hvolpinn á daglegt líf og aðstæður sem líklegar eru til þess að koma upp. Umhverfisþjálfunin gegnir þar afar mikilvægu hlutverki í lífi hvolpsins og auðveldar honum að takast á við óþekktar uppákomur. 


Verði hvolpurinn smeykur er mikilvægt að taka sér góðan tíma, sýna aðstæðunum áhuga og leyfa hvolpinum að kanna aðstæður á sínum forsendum. Þarna er gott að hafa í huga að reyna að hafa stjórn á aðstæðum, t.d. byggja smám saman upp áreiti, venja hvolpinn eingöngu við hunda sem við þekkjum og sýna góða hegðun (ekki ókunnug dýr).


1. Fólk

Vendu hvolpinn strax við fólk á öllum aldri, mikilvægt er að fólkið sýni yfirvegun og ró í samskiptum við hvolpinn. 


- Börn 

- Fullorðnir

- Aldraðir

- Fólk með staf, göngugrind, hjólastól o.s.frv. 

Hundur hittir barn

2. Umhverfi

Eftir bólusetningu tvö er gott að taka hvolpinn með sér á sem flesta staði (Athugið, ekki of marga í einu þó). 


- Strætó

- Kaffihús

- Sveitina 

- Miðbæinn 

- Byggingarsvæði 

- Leiksóla

- Hafnarsvæði

- Lyftur

- Mismunandi undirlag

3. Hljóð

Venjum hvolpinn við ýmisleg hljóð strax og hann kemur á heimilið. Sé hvolpurinn hljóðkvekktur er gott að byrja á lágum óvæntum hljóðum til þess að fara ekki yfir þröskuld hvolpsins. 


- Umferðarhljóð

- Leikskóla/skóla hljóð

- Umgengni um hurðir (án heimsókna)

- Hvellir (t.d. skothvellir, flugeldar o.s.frv.) 

4. Dýr

Vendu hvolpinn við aðra hunda og dýr. Mikilvægt er að hvolpurinn umgangist ljúfa og stilla hunda fyrst um sinn til þess að læra góða hegðun. 


- Kettir

- Hestar

- Búfé

- Fuglalíf 


Hvolpur hittir kött

5. Snerting og umgengni við hvolpinn

Vendu hvolpinn við snertingu frá þér og öðrum sem hann treystir til að byrja með. Síðar meir er mikilvægt að hvolpurinn læri að ókunnugur megi æfa sömu æfingar eins og t.d. dýralæknir. 


- Feldhirða

- Klóaklipp

- Tannburstun 

- Þreifa vöðva og bein

- Skoða þófa 

- Skoða í eyru 

Námskeið hundaskóla dýrheima

Samantekt: 

Albert Steingrímsson, hundaþjálfari

Theodóra Róbertsdóttir, dýrahjúkrunarfræðingur