Hvolpanámskeið - 15:30-17:00

Á hvolpanámskeiði læra hvolpar augnsamband og samstarfsvilja við stjórnanda.

Notuð er jákvæð styrking, rödd og nammibitar/dót.

Þær æfingar sem farið er yfir á námskeiðinu eru:

  • ganga í taum
  • sitja
  • liggja
  • standa
  • innkall
  • slökun
  • nei skipun
  • gjörðu svo vel/eða frí

Farið er í umhverfisþjálfun og hvolpar læra að vinna saman í hóp og við ólíkar aðstæður og eiga að geta gert allar æfingar á ólíkum svæðum. Námskeiðið hentar öllum hvolpum frá 3 mánaða aldri.

Fjöldi skipta er 8 og stendur hvert skipti yfir í 90 mínútur. Fyrsti tími er bóklegur án hunds.

Námskeiðið gefur rétt á afslætti á hundaleyfisgjöldum.

*ATH* sjá dagsetningar í bókun. 

Þjálfari á þriðjudögum og fimmtudögum: Albert Steingrímsson
Þjálfari á miðvikudögum: Auður Björnsdóttir 

Customer Reviews

Based on 6 reviews
100%
(6)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
h
h.h.
Frábært hvolpanámskeið!

Fórum með hvolpinn okkar á námskeiðið hjá Alberti og í stuttu máli sagt var það einstaklega hjálplegt og leiðbeinandi og gaf okkur mun betri tengingu við yndislega hvolpinn okkar. Við munum klárlega fara á fleiri námskeið hjá Alberti.

Á
Ástgeir Kristjánsson
Frábært námskeið

Albert fær mín bestu meðmæli. Námskeiðið var árangursríkt og hnitmiðað. Á örugglega eftir að nýta mér þjónustu Dýrheima í framtíðinni.

G
G.H.
Frábært í alla staði

Ég hef farið til þriggja mismunandi aðila á hvolpanámskeið. Þetta stendur uppúr hvað varðar námsefni , kennsluaðferðir og talandi um Albert sem er alveg einstaklega lúnkinn þjálfari. Er án efa með miklu betri hvolp í höndunum.Ég sjálfur lærði meira en mig grunaði fyrir námskeið. Langar í framhaldsnámskeið því þessi fjárfesting marg borgar sig ! Takk fyrir mig.

H
H.S.G.
Fráblrt námskeið

Frábært námskeið að öllu leiti! Hagnýtt, fræðandi og skemmtilegt. Hlakka til að mæta á næsta námskeið í haust.

H
H.
Ómissandi námskeið

Virkilega skemmtilegt námskeið, bæði eigandi og hvolpur höfðu gagn og gaman af þessu námskeiði. Albert er jákvæður og leiðbeinir manni af mikilli þekkingu. Við ætlum klárlega á önnur námskeið hjá Dýrheimum