Einkatími hentar öllum hundum. Eigandi kemur til þjálfara í Víkurhvarf 5 og farið er yfir þau verkefni, æfingar, hegðun sem þarf að laga.
Eftir greiningarvinnu er sett upp æfingaplan og ráðleggingar um næstu skref. Æfingaplani er svo fylgt eftir í næstu einkatímum eða með ráðleggingum um námskeið sem henta.
Fjöldi skipta: 1
Tímalengd: 1,5 klst.
Staðsetning: Víkurhvarf 5, 203 Kópavogur