HUNDASKÓLINN

Varstu að fá þér hvolp? Eða fullorðinn hund? Viltu vita meira um þjálfun sem hentar honum? Hundaskóli Dýrheima býður upp á fjölmörg námskeið, einkatíma og hóptíma um allt sem snýr að þjálfun, hegðun og öðru sem tengist því að eiga hund og ala hann vel upp. 

Hundaþjálfari Dýrheima er Albert I. Steingrímsson sem er einn allra færasti hundaþjálfari landsins og þó víðar færi leitað. Albert er með menntun sem hundaþjálfari þar sem áherslan var lögð á atferli hunda á öllum aldurskeiðum. Auk þess hefur Albert sótt mýmörg námskeið og er með fjölmörg alþjóðleg réttindi er snúa að hundum, þjálfun þeirra og atferli.


Námskeið og tímar sem eru í boði:

Fyrstu skrefin

Fyrirlestur (2 klst) fyrir þá sem hafa tekið fyrsta skrefið í að eignast hund um grunnþætti þess að fá slíkan nýjan fjölskyldumeðlim. Farið verður yfir hvað ber að huga að varðandi heimkomu hundsins, þjálfun og aðra umönnun og síðast en ekki síst um næringu

Hvolpanámskeið

Á hvolpanámskeiði læra hvolpar augnsamband og samstarfsvilja við stjórnanda. Notuð er jákvæð styrking, rödd og nammibitar/dót.

Hlýðninámskeið

Hlýðninámskeið 1 er eingöngu verklegt og farið yfir samstarfsvilja hunds og augnsamband. Áhersla er lögð á vinnugleði og samstarfsvilja hunds.

Sporanámskeið

Á sporanámskeiði lærir hundurinn að finna spor eftir manneskju og fylgja því að endapunkti. Hundurinn lærir að markera millihluti og endahlut.

Lyktarnámskeið

Á lyktarnámskeiði lærir hundurinn að staðsetja fyrirfram ákveðna lykt (eukaliptus – lárviðarlauf – lavander). Stjórnandi lærir að lesa í leitarhegðun hunds síns og skipuleggur svæði til að leita. 

markeringanámskeiðs

Á markeringanámskeiði lærir hundurinn að markera viðkomandi hlut og/eða lykt, staðsetja og láta stjórnanda vita.

Veiðinámskeið

Annars vegar er um að ræða veiðinámskeið fyrir Retriever og hins vegar veiðinámskeiðs fyrir fuglahunda.

Sundnámskeið

Á námskeiðinu er farið yfir hvernig hundi er kennt að vera öruggur í vatni, bæði í leik og vinnu.

Fullorðinn Golden Retriever hundur og British Shorthair köttur - Adult Golden Retriever Dog and British Shorthair Cat - Royal Canin

Golden Retriever tík og hvolpar

Umhverfisþjálfun
Í umhverfisþjálfun er farið með hundi og stjórnanda á mismunandi svæði og gerðar æfingar.

Einkatími - fyrsti tíminn (90 mín.)
Einkatími hentar öllum hundum. Eigandi kemur til þjálfara og farið er yfir þau verkefni, æfingar, hegðun sem þarf að laga.

Einkatími - næstu tímar (60 mín.)

Skapgerðamat hvolpa

Skapgerðamat hvolpa er í boði fyrir ræktendur og gert þegar hvolpar ná 7 vikna aldri.

Atferlisgreining
Gerð er atferlisgreining á hundi, skýrslur skoðaðar og vandamálið metið.

ÞjálfarI heim

Þjálfari kemur heim og sinnir hundinum, fer með hann út og viðrar, æfir og það sem hentar hverju sinni í samráði við eiganda.

Þjálfari á staðnum / opnar hundaæfingar

Eigendur æfa sjálfir en þjálfari fylgist með og aðstoðar eftir þörfum. 

Stýrivinna

Á námskeiðinu lærir hundur að fara í ákveðna átt samkvæmt skipun og vinna í fjarlægð.

Product not found. Have you uploaded products to your store?

HAFÐU SAMBAND

You are in advanced mode.

You can turn it off in left sidebar. To use advanced options, you will need to enter your own Google Maps API Key.

Get Google API Key

580-4300

DÝRHEIMAR SF.

VÍKURHVARF 5

203 KÓPAVOGUR

DYRHEIMAR@DYRHEIMAR.IS

Samfélag hunda- og kattaeigenda  

Samfélagið er staður þar sem hunda- og kattaeigendur geta sótt þær vörur og þjónustu sem þeir þurfa til að annast dýrið sitt með öruggum hætti, tryggt velferð þeirra og heilsu, bæði andlega og líkamlega.  

 

Samfélagið stendur fyrir velferð dýra og samvinnu við hunda- og kattaeigendur. Til samfélagsins er ávallt hægt að leita varðandi heildarumönnun hunda og katta því þar er að finna þá fræðsluþjónustu, vörur og félagsskap sem þarf til að annast dýrið sittgæta öryggis þess eða láta gott af sér leiða í þágu hunda og katta 

 

Samfélagið sér til þess að þarfir hunda og katta sem og eigenda þeirra séu uppfylltar með framúrskarandi vörum og sérsniðinni þjónustu sem hentar hverjum og einum með ólíka reynslu og þarfir. Samfélagið er sýnilegt, sveigjanlegt, ávallt til staðar og aðgengilegt á þann máta sem hentar viðskiptavinum best. Samfélagið les í þarfir hunda- og kattaeigenda og finnur tilheyrandi lausnir.  


HAFÐU SAMBAND

NAFN

SÍMANÚMER

NETFANG

SKILABOÐ TIL OKKAR

You are in advanced mode.

You can turn it off in left sidebar. To use advanced options, you will need to enter your own Google Maps API Key.

Get Google API Key

580-4300

DÝRHEIMAR SF.

VÍKURHVARF 5

203 KÓPAVOGUR

DYRHEIMAR@DYRHEIMAR.IS

You are in advanced mode.

You can turn it off in left sidebar. To use advanced options, you will need to enter your own Google Maps API Key.

Get Google API Key