Lyktarnámskeið

Á lyktarnámskeiði lærir hundurinn að staðsetja fyrirfram ákveðna lykt (eukaliptus – lárviðarlauf – lavander).

Stjórnandi lærir að lesa í leitarhegðun hunds síns og skipuleggur svæði til að leita. Unnið er með samstarfsvilja og lyktarskyn hunds og að útbúa skemmtileg verkefni í leit að viðkomandi lyktarprufu.

Námskeiðið er í alls 4 skipti, 90 mín í senn, og hentar öllum hundum og aldri.