febrúar 02, 2023 2 mínútur að lesa
Miniature Schnauzer er orðin ein vinsælasta tegund hérlendis - enda fjölskylduvæn kröftug tegund sem hentar fjölbreyttum hópi eigenda.
Miniature Schnauzer er tegund sem hefur aukist gífurlega í vinsældum hér á landi undanfarin ár. Tegundin er upprunin frá þýskalandi frá Frankfurt/Main svæðinu og varð viðurkennd tegund sem sögur eru að hafi verið fyrst sýnileg í kringum 1900. Tegundin kemur í fjórum litaafbrigðum, svartur, svartur og silfur, pipar og salt og hvítum. Miniature Schnauzer er minnst í Schnauzer "fjölskyldunni".
Næringarþarfir Miniature Schnauzer eru frábrugðnar næringarþörfum annarra tegunda vegna nokkurra þátta. Tegundin getur verið gjörn á minni vatnsdrykkju og líklegri til þess að mynda kristalla í þvagi, hún getur einnig verið viðkvæmari fyrir hárri blóðfitu og brisbólgum ásamt því að geta misst gæði litarins í feldnum með hækkandi aldri, allt er þetta mikilvægt að hafa í huga þegar við fóðrum Miniature Schnauzer og hefur Royal Canin sérþróað fóður til að mæta þessum næringarþörfum.
- Lágt RSS gildi
- Lægra magn fitu
- Amínósýrur sem styrkja lit á feld
- Glúkósamín og kondroitín fyrir liðheilsu
Miniature Schnauzer telst ná fullorðinsaldri um 12 mánaða, miðað við uppvöxt og næringarþarfir.
- Lágt RSS gildi: RSS stendur fyrir hlutfallslega yfirmettun sem er tækni sem notuð er til að meta áhættu á kristallamyndun í þvagi. Því lægra RSS gildi, því minni áhætta er á myndun kristalla í þvagi.
- Lægra magn fitu eða 10%: Flest fóður fyrir fullorðnahunda innihalda 14-20% fitu. Ásamt því er viðbætt L-Karnitín sem hjálpar til við brennslu og hjartaheilsu. Fitumagnið skiptir hér máli upp á að stuðla að því að minnka líkur á hárri blóðfitu og brisbólgum, en tegundin er gjarnari á brisbólgur en aðrar tegundir.
- Amínósýrur: Inniheldur m.a. Fenylalanine og Tyrosín amínósýrur sem skerpa og viðhalda lit á feldi.
- Glúkósamín og kondroitín: Fóðrið inniheldur bæði glúkósamín og kondróítin en bæði þessi efni leika lykil hlutverk í heilbrigðum liðum. Auk þess er í fóðrinu ómega-3 fitusýrur sem draga úr bólgum sem oft myndast í liðum.
Samantekt:
Theodóra Róbertsdóttir, dýrahjúkrunarfræðingur