Sjúkrakassi dýrsins

janúar 03, 2023 2 mínútur að lesa

Mikilvægt er að eiga sjúkrakassa fyrir dýrið/in á heimilinu til þess að auðvelt sé að hlúa að minni sárum, setja einfaldar umbúðir eða hlúð að minniháttar veikindum þar til hægt er að fara til dýralæknis. 

Ráðlagt er að vera með nauðsynjahluti með á ferðalögum og fyrir þau sem búa eða ferðast fjarri dýralæknaþjónustu er enn mikilvægara að eiga veglega tösku þar sem allt er á einum stað. 


Hér að neðan kemur listi yfir mikilvæga hluti ásamt hlutum sem er gott að hafa aukalega með í veglegri sjúkrakössum. 

Sjúkrakassinn

- Sjúkrateip klassískt

- Sjúkrateip non woven

- Bómullarvafningur

- Sjálflímandi umbúðir

- Bómullarhnoðrar

- Skæri 

- Spritt

- Flísatöng

- Gúmmíhanskar

- Sáravatn og Leucillin Antiseptic Skin Care

- Hitateppi

- Neyðarnúmer dýralækna

- Hitamælir (rassamælir)

- Pro-kolin (magastemmandi góðgerlar)

- Græðandi krem (t.d. hunangskrem)

- Kol (í samráði við dýralækni)

- Múll (ef alvarleg slys verða)

- Klóaklippur

- Verkjalyf (í samráði við dýralækni)

- Hunang (ef blóðsykurfall verður) 

- Þófasmyrsli

- Sprautur (í nokkrum stærðum)

- Nálar (í nokkrum stærðum)

- Ungbarnasokkar 


Mikilvægt er að geta beitt fyrstu hjálp ef um neyðartilfelli er að ræða.


Dýr og neyðartilfelli  - nokkur ráð

 

- Mikilvægt er að tryggja öryggi dýrsins, þín og annarra ef um neyðartilfelli er að ræða þar sem dýr sem finna til eða hræddir bregðast ekki alltaf við eins og þeir gera heima (t.d. þarf stundum að setja múl á hund sem finnur til, hlúa að ketti sem verkjar).  


- Ef um virka blæðingu er að ræða er mikilvægt að setja bráðabirgða þrýstiumbúðir til að stöðva blæðingu.  


- Hafðu samband við dýralækni (gott að hafa símanúmer vistuð eða skrifuð niður til að flýta fyrir), dýralæknir getur leiðbeint ykkur um næstu skref eftir því hvert neyðartilfellið er.  


- Aldrei gefa lyf nema í samráði við dýralækni. 


- Ekki bjóða dýrinu mat eða vatn nema í samráði við dýralækni (ef þörf er á neyðaraðgerð er ekki ákjósanlegt að hundurinn sé nýbúinn að borða).  


Með vel útbúinn sjúkrakassa má í samráði við dýralækni flýta fyrir meðhöndlun eða tryggja öryggi dýranna á sem bestan hátt.  


Upplýsingar um vakthafandi dýralækna má finna á MAST



Theodóra Róbertsdóttir, dýrahjúkrunarfræðingur

Samantekt: 

Theodóra Róbertsdóttir, dýrahjúkrunarfræðingur