desember 22, 2022 3 mínútur að lesa
Royal Canin var stofnað af frönskum dýralækni að nafni Jean Cathary eftir að hafa meðhöndlað fjölda dýra með húð- og feldvandamál með fóðri sem hann framleiddi árið 1968.
Royal Canin leggur höfuðáherslu á vísindarannsóknir bakvið alla þeirra framleiðslu á fóðri fyrir hunda og ketti. Daniel Cloche var einn af fyrstu vísindamönnunum sem starfaði fyrir Royal Canin, en hann var einn af frumkvöðlunum í að rannsaka sjúkdóma og vandamál sem herjuðu á bein og liði hunda. Rannsóknirnar sýndu fram á að liðvandamál í stórum hundum gætu verið næringartengd svo að mismunandi uppskriftir voru framleiddar til þess að sporna við þessum vandamálum. Áhersla var svo lögð á að rannsaka lífeðlisfræði og líffræði gæludýra til þess að auka þekkingargrunn fyrirtækisins stöðugt fram til dagsins í dag.
Þekking
Djúp þekking Royal Canin á þörfum hunda og katta er það sem gerir okkur kleift að uppfylla sérstakar næringarþarfir þeirra.
Ástríða
Royal Canin setur fulla ástríðu í allt sem þau gera og setja sér það markmið að stuðla að bættum heimi fyrir dýr og eigendur dýra um allan heim.
Þarfir dýranna
Royal Canin setur ávallt þarfir dýranna í fyrsta sæti. Það gefur skýra sýn á rannsóknir, undirstrikar áherslur á gæði næringarinnar og gæði varanna og hjálpar köttum og hundum að lifa lengra og heilbrigðara lífi.
Nákvæmni
Djúp þekking og reynsla hefur gefið Royal Canin nákvæman skilning á þörfum dýranna og næringarþörfum þeirra til þess að vera í sínu allra besta formi. Þessi nákvæmni tryggir hámarksvirkni fóðursins – allt frá lögun, áferð, smekkleika og meltanleika, til öryggis og rekjanleika.
Virðing
Royal Canin virðir ketti og hunda fyrir þau mögnuðu dýr sem þau eru. Þessi virðing er sprottin af djúpri þekkingu á raunverulegu eðli þeirra og einstökum þörfum. Það skýrir allar ákvarðanir sem teknar eru um vörur og þjónustu og mótar á sama tíma það hvernig Royal Canin vinnur sem fyrirtæki.
Einstök heilsa hvers kattar og hundar er eins einstök og þeir eru. Hins vegar eru þessar heilsuþarfir oft einkennandi fyrir stærð þeirra, tegund eða lífsstíl. Þarfir dýranna eru misjafnar eftir aldursskeiði, stærð og jafnvel tegund.
Þegar komið er að fóðurvali eru nokkrir þættir sem gott er að hafa í huga:
Aldur: Næringarþarfir dýra eru misjafnar eftir aldursskeiði þeirra.
Stærð: Stærð tegundar hefur áhrif á hversu lengi dýrið er að ná fullum þroska, eins skiptir stærð hunda máli varðandi orku, próteinmagn og auðmeltanleika, en stórir hundar eru með hlutfallslega mun þyngri meltingarveg en t.d. smáhundar og því aðrar þarfir í næringu.
Tegund: Tegund dýrsins getur haft áhrif á áherslur næringarinnar, steinefnamagn, prótein- og fitumagn ásamt fóðurlögun kúlnanna.
Lífsstíll: Lífstíll hunda getur haft áhrif á næringarþörf, t.d. hundar sem sinna smölun, leitarhundar, veiðihundar o.s.frv. en þeir þurfa oft bæði aukið auðmeltanlegt prótein ásamt aukinni fitu sem orkugjafa. Lífstíll katta hefur einnig áhrif á næringarþörf, þá hefur inniköttur ekki sömu þarfir og köttur sem valsar um hverfið allan daginn og er á sífelldri hreyfingu.
Heilsa: Grunnheilsa dýranna hefur áhrif á næringarþörf, en dýr í ofþyngd þurfa auknar trefjar og minna magn hitaeininga, dýr sem gjörn eru á vandamál í þvagrásarkerfi þurfa næringu sem tekur mið að því með aðlöguðu steinefnamagni.
Úrval er svo af fóðri sérstaklega sniðnu að þörfum veikra dýra, en veikindi gera sjaldan boð á undan sér. Á slíkum tímabilum í lífi dýranna er enn mikilvægara að næringin sé sérsniðin og auðmeltanleg til þess að sem minnst orka dýranna fari í að vinna næringuna og sem mest af henni verði nýtt. Sjúkrafóðrið fæst hjá eingöngu hjá dýralæknum.