Að fá kettling á heimilið

febrúar 14, 2023 3 mínútur að lesa

Nokkur ráð þegar undirbúa á komu nýs fjölskyldumeðlims


Hér fyrir neðan koma nokkur góð ráð sem gott er að hafa í huga þegar undirbúa á komu kettlings á heimilið, meðal annars hvað varðar öryggi, hvað er gott að eiga ásamt nokkrum atriðum sem stuðla að aukinnivellíðan kettlingsins á nýju heimili. 

Öryggi í umhverfinu

Mikilvægt er að tryggja öryggi kettlingsins þegar hann kemur á heimilið en kettlingar geta verið óvitar fyrst um sinn. 


- Kannaðu hvort plöntur á heimilinu séu eitraðar köttum 

- Hárteygjur virðast vinsælt "leikfang" en er hættulegt köttum

- Tryggðu að snúrur séu í felum eða öruggar frá nagi kettlingsins

- Barnaleikföng eins og nerf skot, svampar o.s.frv. er best að koma á öruggan stað frá kettlingnum

Bengal kettlingur

Nauðsynlegur búnaður

Nauðsynlegt er að eiga nokkra hluti eða útbúa fyrir kettlingin þinn. 


- Matar og vatnsskál (best er að vera með grunnar skálar), mælt er með að hafa skálarnar ekki of nálægt hvor annarri

- Kattasandur og kattasandskassi (Sjá grein um helstu ráð varðandi kattasand)

- Bæli/öruggan svefnstað 

- Klórustaur/svæði 

- Leikföng

- Fyrsta fóður kettlingsins 

Heilagur Birma kettlingur

Uppröðun svæða heimilisins

Kettir mynda sér svokölluð yfirráðarsvæði á heimilinu og er mikilvægt að hafa það í huga þegar við undirbúum komu hans. Yfirráðarsvæðin eru kettinum mjög mikilvæg en þau tryggja almenna vellíðan og takmarkar stress fyrir köttinn. Gott er að nota húsgögn eða veggi til þess að afmarka svæðin sem kötturinn myndar sér.


- Svæði fyrir leik 

- Svæði fyrir svefn

- Svæði fyrir mat og vatn 

- Svæði fyrir kattasandkassann


Athugið að ekki er ráðlagt að hleypa kettlingnum út fyrr en eftir að búið er að taka kettlinginn úr sambandi. Athugið - í flestum bæjarfélögum er bannað að hleypa ógeldum högnum út. 



Aðlögun kettlingsins á nýju heimili

Kettlingurinn er að fara frá öruggu athvarfi sínu á nýtt heimili og er aðlögunartímabilið mislangt eftir einstaklingum. 


- Haldið ró á heimilinu og leyfið kettlingnum að finna sér örugga staði innan heimilisins

- Ef börn eru á heimilinu er mikilvægt að börnin leyfi kettlingnum að finna öryggi áður en samveran verður meiri (ef kettlingurinn er óöruggur)

- Forðist nýjar lyktir og ilmi á aðlögunartímabili kettlingsins


Maine Coon kettlingur

Næring og heilsa kettlinga

Næring og heilsa kattarins er nauðsynleg til þess að tryggja vellíðan og langlífi kettlingsins. 


Heilsa: 

- Reglulegar dýralæknaheimsóknir, byggðu traust við dýralækninn þinn því kettir eru góðir í að fela heilsufarskvilla og verki

- Kettir þurfa reglulegar bólusetningar og árlegar ormahreinsanir 

- Kettir eru viðkvæmir fyrir breytingum og stressi, því er mikilvægt að hafa í huga þarfir þeirra í umhverfinu til þess að tryggja vellíðan og takmarka stress 

- Þegar kettlingar eru geldir minnkar grunnbrennsla þeirra um allt að 40%, því er mikilvægt að geta boðið þeim upp á kettlingafóður sem tekur mið að þessum breytingum, eins og t.d. Kitten Sterilized.

- Mikilvægt er að sinna árlegums skoðunum h


Næring: 

- Kettlingar þurfa sérstakt kettlingafóður sem hæfir uppvexti en kettlingar teljast ekki fullorðnir fyrr en um 12 mánaða aldur, stærri kattartegundir ekki fyrr en um 15 mánaða

- Kettir vilja flestir borða litlar margar máltíðir yfir daginn

- Bragðlaukar kattarins eru mjög fáir og kettir hafa því lítið bragðskyn, þeir borða eftir lykt og áferð

- Tryggið aðgang að hreinu fersku vatni

- Kettlingar mynda laktósaóþol þegar þeir hætta á móðurmjólkinni og hentar kúamjólk því ekki sem verðlaun

Samantekt:

Theodóra Róbertsdóttir

Dýrahjúkrunarfræðingur