Kattasandur - Nokkur ráð

febrúar 07, 2024 2 mínútur að lesa

Hvernig er best að sinna kattasandinum?


Hér fyrir neðan koma nokkur góð ráð varðandi staðsetningu á kattasandinum, fjölda kassa, hvaða sand á að velja og hvernig við höldum sandinum hreinum. 

1. Staðsetning kattasandsins

Settu kassann á hljóðlátt svæði, helst í horn eða útskot þar sem kötturinn fær frið fyrir áreiti. Mikilvægt er að sandurinn sé ekki nálægt vatns- og matardöllum eða svefnstað kattarins. Slíkt getur haft áhrif á vilja kattarins til að gera þarfir sínar í kassann og ýtt undir stress hjá kettinum.

Maine Coon kettlingur

2. Fjöldi sandkassa

Ráðlagt er að vera með einn sandkassa fyrir hvern kött og svo einn auka sandkassa ef fleiri kettir eru á heimilinu. Það þýðir að fyrir tvo ketti væri ráðlagt að vera með tvo sandkassa, mikilvægt er að staðsetja sandkassana á yfirráðarsvæði hvers kattar og ekki hlið við hlið. 


Stærð kassans þarf einnig að passa kettinum og þá sérstaklega ef um er að ræða stærri kattartegundir. 

Kettlingur í sandkassa

3. Hvaða ever clean kattasandur hentar best?

Þegar kettlingur kemur á nýtt heimili er hann yfirleitt vanur sandkassanum og því ráðlagt að byrja á LitterFree Pawssandinum sem er sérlega ryklaus lína með stærri sandkornum sem heldur loppunum allt að 3x hreinni sem er afar hentugt fyrir kettlinga og einnig fullorðna ketti. Almennt er svo hægt að velja milli þess að hafa lyktarlausan sand eins og Extra Strong Clumping Unscented eða sand með lykt og þá er úr nokkru úrvali að velja eftir því hvort margir kettir séu á heimilinu, hvort kötturinn losi oftar þvag eða sé með þvagfæravandamál, sérlega lyktarbindandi sand o.s.frv. en hægt er að lesa sér nánar til um sandinn hér að neðan.

4. Hvernig er best að halda kattasandinum hreinum?

Í upphafi er best að fylla sandkassa kattarins af um það bil 7 cm af sandi, meðalstærð af sandkassa þarf þar af leiðandi um 6kg af sandi í upphafi í kassann. Næst er mikilvægt að hreinsa sandinn daglega í ruslið (ATH! kattasandur má ekki fara í klósett). Bættu við smá sand eftir þörfum til að bæta upp fyrir það sem þú hefur mokað úr. Mánaðarlega er svo ráðlagt að skipta alveg um sand í kassanum og þrífa sandkassann vel. 

Ever Clean kattasandur

5. Einhverjar breytingar?

Sjáirðu einhverjar breytingar á notkun kattarins á kassanum, óeðlilegar hægðir eða að kötturinn geri hægðir sínar utan kattarins er mikilvægt að finna orsök og eftir þörfum, hafa samband við dýralækni til þess að útiloka líkamlega kvilla.