Síðastliðinn laugardag stóð Schnauzerdeild HRFÍ fyrir annarri deildarsýningu ársins í samstarfi við Royal Canin í sýningarrými Dýrheima. Fjöldi schnauzerhunda og eigenda tóku þátt með glæsilega hunda sína!
Sigurvegari sýningarinnar var Merkulautar BMW, pipar og salt Minature Schnauzer.
Haustsýningin fór fram í sýningarsal Dýrheima og var gaman að sjá fólk og hunda eiga góðan dag. Dómari sýningarinnar var Katerina Cechova frá Danmörku, en Katerina dæmdi hundana með tilliti til byggingar, hreyfingar og feldgerðar auk fleiri mikilvægra þátta fyrir áframhaldandi ræktun tegundanna. Kaffihús Dýrheima var opið og var streymt úr salnum og inn fyrir gesti þess.
Þökkum við fyrir frábæra samveru og óskum þátttakendum til hamingju með fallegu hundana sína!