Um helgina fóru fram kattadagar í Garðheimum, þar sem áhersla var lögð á fræðslu og spjall um heilsu og næringu katta. Viðburðurinn vakti mikla lukku og gestir komu við til að fræðast nánar um heilsu og vellíðan katta ásamt því að heimsækja sýningaketti.
Óli, sölustjóri Dýrheima kynnti Royal Canin kattafóður fyrir gestum.
Óli, sölustjóri Dýrheima, stóð vaktina báða dagana og átti frábært samtal við gesti og gangandi. Hann svaraði spurningum eigenda, deildi reynslu og benti á lausnir sem geta stutt við heilbrigði katta á öllum aldri.
Við þökkum öllum sem kíktu við á kattadögum í Garðheimum, það er alltaf ánægjulegt að hitta áhugasama kattaeigendur og ræða málefni sem skipta máli fyrir líf og heilsu gæludýranna okkar.
Garðheimar bjóða upp á breitt úrval vörulínu Royal Canin fyrir ketti og hunda. Sjá nánar um verslunina hér.