Doggy Joy og Kitty Joy - nýtt vörumerki á Íslandi

febrúar 20, 2024 1 mínútur að lesa

"Vörumerkið passar mjög vel í vöruúrval hjá Dýrheimum en það leggur áherslu á að heilsa dýranna sé í fyrsta sæti"

Doggy og Kitty Joy 

Fyrirtækið hefur verið starfandi í yfir 15 ár og leggur áherslu á heilsu dýra í sínum uppskriftum. Vörurnar frá þeim eru: 

  • 100% náttúrleg hráefni
  • Hunda- og kattanammi úr hráefni beint frá býli
  • Uppskriftir eru hannaðar af dýralæknum
  • Gæða umbúðir sem tryggja ferskleika
  • Handgert fyrir hámarks gæði

 Vörurnar eru því tilvaldar í þjálfun dýranna okkar. 

Dýrheimahundarnir fengu smakk með sér heim

Matthildur
Matthildur smakkaði Rabbit Ears With Duck og var mjög ánægð 
Matthildur

Hundanammi frá Doggy Joy

Kisunammi frá Kitty Joy

Við hvetjum dýraeigendur að sjálfsögðu til þess að vera meðvitaða um magn aukabita sem dýrin fá til þess að tryggja heilbrigt líkamsform dýranna fyrir hámarks heilsu. Ef dýrið er mjög matvant hvetjum við ykkur ávallt til þess að velja daglegt fóður dýrsins sem verðlaun umfram aukabita til þess að fyrirbyggja fæðuhöfnun.