Endurnýjaður samstarfssamningur við Spanieldeild HRFÍ

febrúar 20, 2024 2 mínútur að lesa

"Þökkum fyrir frábært samstarf síðasta árið og hlökkum til að fylgjast með og styðja við starf Spanieldeildarinnar næstu tvö árin"

Það er okkur sönn ánægja að segja frá því að Spanieldeild HRFÍ endurnýjaði samstarfssamning sinn við Royal Canin á Íslandi nú á dögunum. Við þökkum þeim fyrir gott samstarf á síðasta ári en deildin var virk og hélt nokkra viðburði hjá okkur í Dýrheimum. Við hlökkum til næstu tveggja ára með deildinni sem sér um að standa vörð ræktun á tegundum deildarinnar.

Eva og Gauja
Eva Björk Ernudóttir formaður Spanieldeildar og Rannveig Gauja sölu- og markaðsstjóri.

Deildin stendur vörð um ræktun á Spaniel hundum

Deildin ber ábyrgð á varðveislu og ræktun á enskum cocker, amerískum cocker og enskum springer hundum á Íslandi í umboði stjórnar Hundaræktarfélags Íslands (HRFÍ). Deildin er mjög virk og heldur ýmsa skemmtilega viðburði fyrir meðlimi deildarinnar.  Á facebook síðu deildarinnar má fylgjast með starfseminni og þar setur stjórnin inn ýmsan fróðleik - sjá hér.

Spaniel voffar
Enskur cocker spaniel, amerískur cocker spaniel og enskur springer spaniel

Royal Canin - Cocker Spaniel


Þurrfóður fyrir Cocker spaniel hunda eldri en 12 mánaða.


HEILBRIGT HJARTA

Vandamál með hjarta hefur í gegnum tíðina verið þekktur veikleiki í English Cocker Spaniel hundategundinni. Þetta hafa verið vandamál er snúa að ofstækkun hjartans sem verður þar af leiðandi með veikburða ytri himnu sem getur rofnað (e. Dilated Cardiomyopathy;DCM) Í fóðrinu eru efni sem stuðla að heilbrigðri hjartastarfssemi. Þessi efni eru fjölómettaðar ómega-3 fitusýrur, aminósýran tárin og L-karnitín en tvö síðasttöldu efnin leika hlutverk í heilbrigðum hjartavöðva á meðan ávinningurinn af ómega-3 fitusýrunum snýr meira að æðakerfinu. 


VIÐHELDUR OG STYRKIR HÚÐ OG FELD

Styrkir náttúrulegar varnir húðarinnar með fjölómettuðum ómega-3 fitusýrum (EPA og DHA) en þær leika lykilhlutverk í öllum frumuhimnum líkamans, og með A-vítamíni og hjólkrónuolíu en öll leika þessi efni lykilhlutverk í heilbrigðri húð og feld.


HEILBRIGÐIR LIÐIR

Fóðrið inniheldur bæði glúkósamín og kondróítin en bæði þessi efni leika lykil hlutverk í heilbrigðum liðum. Auk þess er í fóðrinu ómega-3 fitusýrur sem draga úr bólgum sem oft myndast í liðum.


TANNHEILSA

Lögun fóðurkúlnana dregur auk þess úr tannsteinsmyndun því þær hvetja hundinn til að tyggja og því fá tennurnar ákveðna "burstun" frá fóðurkúlunum. Ennfremur er í fóðrinu kalkbindandi efni en kalk í munnvatni er einn stærsti þátturinn í myndun tannsteins.


NÆRINGARGILDI

Prótein: 25% - Trefjar: 1.4% - Fita: 14%.