Þann 25. nóvember hélt Theodóra Róbertsdóttir, dýrahjúkrunarfræðingur hjá Dýrheimum, fræðslufyrirlestur fyrir hundaþjálfara og hundaþjálfaranema hjá Heiðrúnu Villu. Fyrirlesturinn bar yfirskriftina „Hvernig gengur með hvolpinn?“ og fjallaði um mikilvægi næringar og heilsu hunda, allt frá hvolpsaldri til fullorðinsára.
Theodóra hefur víðtæka reynslu af heilsu og næringu dýra, auk þess að hafa lokið BSAVA Award of Merit in Nutrition árið 2023. Í fyrirlestrinum var lögð áhersla á hvernig heilsa hunda er ekki aðeins fólgin í því að vera laus við sjúkdóma, heldur einnig í almennri líkamlegri, andlegri og félagslegri velferð.
Helstu umfjöllunarefni fyrirlestursins:
Hlutverk eigenda og fagaðila í að stuðla að góðri heilsu.
Áhrif næringar á meltingu, ónæmiskerfi og almenna líkamlega heilsu.
Sérþarfir mismunandi hundategunda, t.d. ofþyngd hjá Labrador Retriever og meltingarvandamál hjá French Bulldog.
Mikilvægi réttrar næringar á vaxtarskeiði hvolpa og hvernig hún styður við góða hegðun og félagsfærni.
Val á fóðri og ábyrgð í ákvarðanatöku.
Fyrirlesturinn vakti mikla ánægju meðal þátttakenda og skapaði fróðlegar umræður um hvernig hundaþjálfarar geta nýtt þessa þekkingu í daglegu starfi sínu til að bæta lífsgæði hunda.